Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.3.2007 | 10:44
3%
Mér fannst athyglisvert að lesa frétt Moggans af aðalfundi Kaupþings. Þar kemur fram að eingöngu 3% af hagnaði bankans, eða um 3 milljarða, megi rekja til viðskipta hans við einstaklinga og smærri fyrirtæki hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2007 | 10:42
15 mínútur
Ritstjórn Moggans glefsar í Össur á forsíðu í dag fyrir sýndarmennsku og skrípó. Röggi rakari tekur doktorinn líka fyrir og segir:
Hann er aðallega í því að fara þangað sem hann heldur að vinsældirnar séu mestar hverju sinni. Þess vegna vantar alltaf herslumuninn.Þetta hefur enn einu sinni sannast undanfarna daga í umræðunni um auðlindamálið. Engin heildarsýn. Allt snýst um 15 mínútna frægð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 12:11
DV bauð í aðstoðarrritstjóra Króníkunnar
Arna Schram, aðstoðarritstjóri Króníkunnar, fékk atvinnutilboð frá DV á dögunum. Henni var boðið starf aðstoðarritstjóra, þ.e.a.s. að vera manneskja númer tvö á ritstjórn blaðsins.
Arna afþakkaði þetta góða boð. Hún er nýbúin að skipta um vinnu, hætt á Mogganum eftir meira en áratug og orðin aðstoðarritstjóri hins nýja tímarits Króníkunnar. Þar heldur úti ágætri pólitískri fréttaumfjöllun, einhverri hinni snörpustu sem völ er á um þessar mundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 10:39
Þar fauk baksíðan
Í dag er stigið enn eitt skrefið í umbreytingu Morgunblaðsins. Baksíðan er komin í nýjan búning, hún er ekki lengur ein helsta fréttasíða blaðsins, heldur einhvers konar sambland af auðlesnu efni, fréttayfirliti, fréttum af fólki og neytendafréttum. Gott og vel.
Ég vandi mig snemma á að lesa Moggann afturábak, byrja á baksíðunni. Ég gerði þetta líka þau tæpu 14 ár sem ég vann á blaðinu. Baksíðan var aðalsíðan fyrir innlendar fréttir, af einhverjum dularfullum ástæðum var forsíðu blaðsins um 40 ára skeið sóað í erlendar fréttir. Verkföll í Bretlandi áttu frekar erindi á forsíðu blaðsins en verkföll á Íslandi, o.s.frv. Ekki spyrja mig hvers vegna, einhverjir sögðu það vera vegna þess að íslenskt þjóðfélag væri Morgunblaðinu ekki almennilega samboðið, það væri á æðra plani.
Nú eru breyttir tímar, nokkur ár síðan innlendar fréttir fóru að bera uppi forsíðuna og fyrr í vetur fóru breytingar í myndanotkun og fréttaskýringar á forsíðu að vekja athygli. Allt er þetta til þess að gera blaðið neytendavænna og er í heildina til bóta þótt enn gerist það reglulega að flokkspólitísk fréttaritstjórn og óskiljanleg heilaköst rýri gildi forsíðunnar og þar með blaðsins alls. Um það eru þrjú sterk og nýleg dæmi, síðast í gær. En Mogginn heldur áfram að þróa sig og reyna að gera nýjum lesendahópum og nýjum kynslóðum til hæfis. Gott hjá honum, þetta er allt að koma þótt það sé talsvert eftir enn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 09:56
Óli Björn hættur á Viðskiptablaðinu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 09:36
Þetta hafa margir fullyrt
Gylfi Gylfason, sölukall fyrir norðan og Moggabloggari fjallar um mál sem lengi hefur verið á slúðurstiginu og segir að heildsalar kaupi hillupláss með auglýsingum í miðlum á vegum Baugs.
[...]heildsalinn þarf að borga fjölmiðlum Baugsmanna milljónir til að kaupa hillupláss. [...]Það versta er að heildsalar steinhalda kjafti því þeir þora ekki öðru, vilji þeir ekki missa af helming íslensks matvörumarkaðar á einu bretti.
Um þetta hefur lengi verið slúðrað en fólk í heildsölu hefur sagst ekki þora að hætta afkomu sinni með því að tala opinberlega um málið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2007 | 09:28
Orð dagsins
Leiðari Moggans í dag:
Það er vond niðurstaða að stjórnarflokkarnir hafi ákveðið að afgreiða ekki á þessu þingi tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þess efnis, að ákvæði um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði tekið þar inn. Það þýðir ekkert fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að kenna stjórnarandstöðunni um. Þessir tveir flokkar höfðu og hafa bolmagn á Alþingi til þess að afgreiða þetta mál. Þeir lofuðu því við upphaf kjörtímabilsins að taka þetta ákvæði inn í stjórnarskrá og þeir hafa nú formlega svikið það loforð. Verst er fyrir stjórnarflokkana að þeir hafa engin rök fyrir þessari ákvörðun. Þeir voru búnir að koma sér saman um orðalag og áttu að standa við það. Það þýðir ekkert að bera það fyrir sig að meiri tíma hafi þurft til að sameina ólík sjónarmið varðandi orðalag o.fl. Lögfræðingar eru margir miklir snillingar í sínum fræðum en það er alveg ljóst, að það er hægt að kaupa hvaða álit sem er hjá lögfræðingum. Að lokum er það Alþingi, sem setur lög og afgreiðir tillögur um breytingar á stjórnarskrá með sínum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007 | 14:52
Brynjólfur og Orri að hætta hjá Símanum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007 | 20:32
Steingrímur J. flutti áramótaávarp forsætisráðherra í kvöld
Ég var að horfa á Steingrím Jóhann Sigfússon máta sig við færsætisráðherrahlutverkið í fyrsta skipti á almannafæri. Það var í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann kom með skrifaðan heimastíl í fyrsta skipti árum saman við þetta tækifæri, fór með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, talaði landsföðurlega um gæfusama þjóð, sem kveður veturinn og gengur saman út í vorið. Þetta var einhvers konar áramótaávarp forsætisráðherra, gjörólíkt öllu því sem ég hef áður séð til Steingríms í ræðustól Alþingis.
Það liggur fyrir að ég er ekki helsti aðdáandi Steingríms en mér fannst hann ekki ná sér á strik í ábyrga landsföðurhlutverkinu. Hingað til hefur Steingrímur J. verið pottþétt skemmtiatriði í eldhúsdagsumræðum, talað það sem andinn blés honum í brjóst þar og þá, fljúgandi mælskur, rauður af reiði.
Það var rétt svo að það glitti í þann kappa sem maður kannast við í nokkrar sekúndur eða kannski hálfa mínútu í kvöld þegar hann skammaðist rétt aðeins út í ríkisstjórnina fyrir Írak, málefni RÚV og svikna vegaáætlun, kveinkaði sér undan ósanngjarnri gagnrýni og talaði um spunameistara.
Þá sleppti hönd hans aðeins taki á pontunni og hóf vísifingurinn reiðilega á loft. En það var bara í andartak, svo var eins og það rifjaðist upp fyrir Steingrími að hann var þarna kominn til að sýna þjóðinni hvernig hann tæki sig út sem forsætisráðherra. Höndin seig, greip um pontuna og Steingrímur J. Sigfússon fór að tala um gæfusama þjóð, veturinn og vorið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.3.2007 | 12:03
Athyglisvert
Samtök herstöðvarandstæðinga (VG ) gengust í gær fyrir kvikmyndasýningu þar sem tekjur af veitingasölu runnu í sjóð fyrir lögfræðikostnaði "anarkista sem mótmælt hafa lokum Ungdomshuset í Kaupmannahöfn." Skyldu hafa safnast háar fjárhæðir?
ps. 17.3. Mér er bent á í kommenti í nafni sanngirni og nákvæmni að þau heita Samtök hernaðarandstæðinga og eru ekki deild í VG þótt mikil skörun sé milli félagaskráa safnaðanna tveggja. Það voru félagar í Anarkistabókasafninu Andspyrnu sem seldu hernaðarandstæðingum matinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2007 kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar