hux

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Hornafjarðarpönk

Óblíðar móttökur fyrir nýaðflutta Hornfirðinga var fyrirsögn löggufréttar frá Hornafirði á Vísi í gærkvöldi. Það sem er athyglisvert við fréttina er að klukkustund eftir að hún birtist á vefnum fer í gang mikil bylgja athugasemda frá Hornfirðingum. Margar þeirra virðast komnar frá hinum meintu árásarmönnum. Þeir halda áfram að pönkast á meintum fórnarlömbum sínum í athugasemdunum og saka þá um að vera ekki bara utanbæjarmenn heldur líka heróínsjúklingar, nýkomnir frá Litla Hrauni og jafnvel frá Danmörku. Svo hafi þeir byrjað átökin.


Bækur

Sótthiti, stífluð skilningarvit og almennt slen stuðlar ekki að bloggi, a.m.k. ekki í mínu tilviki. Kom ekki frá mér staf. Í slíku ástandi kemur sér hins vegar vel að eiga áhugaverðar bækur ólesnar. Ég náði loks að klára bók Bob Woodwards, lesa bók John Dean um Conservatives Without Conscience frá upphafi til enda og er kominn vel inn í bók Sidney Blumenthal, How Bush Rules, Chronicles of a Radical Regime þegar ég rís úr rekkju. Bók Blumenthals er best en bók Dean er einnig feykilega athyglisverð og afhjúpandi. Allar til hjá Amazon, besta vini íslenskra neytenda.

Sérstaklega held ég að bók Dean gæti vakið áhuga margra vina minna í Sjálfstæðisflokknum, sem fundið hafa til skyldleika við bandaríska repúblíkana frá dögum Barry Goldwaters. Dean skrifaði bók sína í samráði við Goldwater en lauk verkinu ekki áður en sá gamli lést. Hún er magnað uppgjör fyrrverandi innsta kopps í búri bandarískra íhaldsmanna við það samfélag sem Repúblíkanaflokkurinn er orðinn. Íhaldsmenn af gamla skólanum flýja nú þennan flokk óttans, afneitunarinnar og ofstækisins hver á fætur öðrum og einnig frjálshyggjumenn, sem jafnvel eru farnir að leita hófanna um samstarf við demókrata.


Hvað næst?

Merkileg ræða Ingibjargar Sólrúnar. Gott hjá henni að viðurkenna staðreyndir eins og þær að flokkurinn nýtur ekki trausts. Það var líklega óhjákvæmilegt að þetta kæmi upp enda er þetta veikleiki Samfylkingarinnar í hnotspurn. Hún hefur viljað reyna stýra því hvernær og hvernig sú umræða kæmi upp á yfirborðið og metið það svo að það sé betra að taka þungann af því nú fremur en þegar nær kosningum dregur. Um leið gefur hún náttúrlega á sér mikið færi. Össur tekur þetta greinilega persónulega og telur sneiðina sér ætlaða. Líklega er það rétt hjá honum.

Nú hefst væntanlega markviss tilraun Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar til þess að ávinna þingflokknum traust, umbreyting á ímynd. Ætli Samfylkingin muni í auknum mæli reyna að tala af ábyrgð, taki undir einstaka mál og tillögur ríkisstjórnarinnar og leggi aukna áherslu á málefnalega afstöðu? Kannski munu þeir meira að segja halda útgjaldatillögum við 3ju umræðu um fjárlagafrumvarpið í lágmarki, jafnvel leggja fram hugmyndir um sparnað í ríkisrekstrinum.


RÚV í leyniþjónustustarfsemi?

Guðmundur birtir merkar upplýsingar sem kalla á nánari skýringar. Bendir til þess að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi fyrir 30 árum unnið fyrir ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins við að halda til haga ummælum manna um pólitík í útvarpinu.


Íslandi að kenna

Ísland fær leiðara í Washington Post í dag. Fyrirsögnin er Blame Iceland. Tilefnið er það að tilraunir til að ná samkomulagi um eitt stærsta umhverfisverndarverkefni sem við blasir, að hlífa úthafsbotninum við botnvörpuveiðum, urðu að engu. Washington Post segir m.a. þetta: In closed-door negotiations, Iceland, along with Russia, took a particularly vocal and aggressive stand against strong action. Because the arcane rules of high-seas fishing are largely defined by consensus, even small countries that are genuine moral outliers in world attitudes toward oceans can prevent agreement.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband