Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
2.11.2006 | 15:27
Kosningaspá dagsins
Það er mikil prófkjörshelgi framundan. Prófkjör hjá Samfylkingarfólki í Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi og líka hjá Framsókn í Suðvestur. Kosningu er lokið í Norðaustrinu og fyrstu tölur koma kl. 18 á laugardag. Ég bý svo vel að vera í sambandi við mann sem veit nákvæmlega hvernig þetta fer í Norðaustur þótt hann hafi ekki komið til Akureyrar lengi og tel mig hafa traustar heimildir fyrir því að þetta fari svona:
1. Kristján L. Möller
2. Einar Már Sigurðarson
3. Lára Stefánsdóttir
4. -5. Sveinn Arnarsson/ Örlygur Hnefill Jónsson
Ég vonast til að heimildarmaður minn upplýsi mig svo um úrslitin í Suður- og Suðvestur með góðum fyrirvara og amk áður en kjörstaðir opna.
2.11.2006 | 15:05
Hér kemur fyrirsögnin
Norðurlöndin. Þetta er fyrirsögn á leiðara Kára Jónassonar ritstjóra í Fréttablaðinu í dag. Áður hefur hann skrifað m.a. leiðarann Úrkaína, ef ég man rétt. Ég tek eftir því að stundum eru það fyrirsagnirnar sem vekja mesta athygli mína á leiðurum Kára. Það er ekki öllum blaðamönnum gefið að verða þekktir fyrir fyrirsagnasmíð.
En allt um það tek ég heils hugar undir þessi orð Kára: Ráðning Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar var því mjög eðlileg ráðstöfun, sérstaklega í ljósi þess að þar er maður sem hefur í þrjátíu ár tekið virkan þátt í störfum ráðsins og þekkir starfsemi þess út og inn sem þingmaður, og síðar sérstaklega sem utanríkis- og forsætisráðherra.
2.11.2006 | 11:35
Getraun dagsins
Það virðist skollið á stríð milli Einars K. Guðfinnssonar og Moggans. Man ekki í fljótu bragði eftir viðlíka skeytasendingum milli blaðsins og ráðherra Flokksins. En, málið er þetta:
Um hvaða menn er leiðari Moggans að tala, þegar hann segir þetta?
"Það eru til dæmi úr sögu Sjálfstæðisflokksins um stjórnmálamenn í þeim flokki, sem byggðu stjórnmálaferilinn að verulegu leyti á því að hnýta í Morgunblaðið fyrir skoðanir þess. Ætli Einar K. Guðfinnsson sé að bætast í þann hóp?"
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar