9.1.2007 | 22:54
Hvöss sjálfsgagnrýni?
Það eru merkilegar umræður í gangi um skjöl og skjalasöfn hér á moggablogginu í kvöld. Upphafsmenn þeirra eru Guðmundur Magnússon og Björn Bjarnason. Tilefnið er einkaskjalasafnið sem Björn á og er sennilega einhver merkilegasta heimild hér á landi um kaldastríðsárin. Björn greinir frá því að ekkert íslenskt safn hafi falast eftir þessum skjölum svo að fræðimenn og almenningur geti fengið að þeim aðgang. Þess vegna geymi hann þau sjálfur. Að auki greinir hann frá því hve illa íslensk söfn séu í stakk búin til þess að skrá og flokka þau skjöl sem þau varðveita nú þegar. Hann skýrir frá því að hann hafi áður tekið myndir úr vörslu Ljósmyndasafns borgarinnar þar sem þær voru í hirðuleysi.
Þetta er alvörumál. Það er augljóst að Björn hreinlega treystir ekki söfnum íslenska ríkisins til að varðveita sómasamlega þau skjöl sem faðir hans lét eftir sig. Af orðum Guðmundar, sem er þjóðþekktur sagnfræðingur og rithöfundur, má ráða að hann deili þessum áhyggjum Björns. Þeir sameinast svo um það að kalla eftir því að íslenskir ólígarkar taki nú upp hjá sér að leysa þetta vandamál og búi hér til vandað einkasafn þar sem hægt verði að sýna sögulegum heimildum úr vörslu einstaklinga fullan sóma.
Ég blanda mér í umræður þeirra félaga um þessi þjóðþrifamál til að halda því til haga að Björn Bjarnason var sjálfur menntamálaráðherra á Íslandi á árunum 1995 til 2002. Á því tímabili var það hann sem bar ábyrgð á starfsemi Þjóðskjalasafnsins og annarra safna sem íslenska ríkið rekur. Í því ljósi er sennilega rétt að líta á þetta sem hvassa sjálfsgagnrýni.
Og er ég einn um að finnast það kómískt þegar reynt er að vísa ábyrgðinni á ófremdarástandi í skjalavörslumálum íslenska ríkisins yfir á íslensku milljarðamæringana og menningarleysi þeirra? Margt má um Baug og Bjöggana segja en þessari heitu kartöflu verður seint komið fyrir í þeirra kjöltu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið menntamálaráðuneytinu frá 1991 og Björn var sjálfur þar húsbóndi og ábyrgðarmaður frá 1995-2002. Og ljósmyndasafni borgarinnar hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið alla tíð, nema frá 1978-1982 og 1994-2006. Þetta ástand á sér skýringu í forgangsröðun stjórnvalda en ekki menningarleysi auðmanna.
En ég er líka ósammála því að söfn í eigu einkaaðila fái til varðveislu gögn sem orðið hafa til í embættistíð ráðherra. Einkaaðilasafn gæti valið og hafnað hvaða fræðimenn fengju að skrifa þá sögu sem slík gögn segja og hverjir ekki. Ég tel að gögn sem þessi eigi að vera í vörslum ríkisins, ekki síst til þess að hægt sé að tryggja að réttur til aðgangs að þeim lúti reglum almennra og gagnsærra heimilda upplýsingalaganna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.1.2007 kl. 08:59 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Hér má líka halda því til haga að menntamálaráðuneytið hefur árum saman trassað að gefa út reglugerð um aðgang að skjölum sem ákvæði upplýsingalaga taka ekki til, eins og mælt er fyrir um í 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands. Björn gerði ekkert í þessu máli og Þorgerður Katrín hefur enn ekkert gert. Reyndar heyra safnamál undir skrifstofu menningarmála sem Karitas, systir Þorgerðar, stýrir þannig að ábyrgð þeirra systra er mikil í aðgerðaleysinu.
Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.