9.1.2007 | 14:40
Árni í Eyjum en enginn Johnsen
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, ætlar að halda opinn fund með Guðjóni Hjörleifssyni í Ásgarði, félagsheimili sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum í kvöld.
Það sem vakti athygli mína í þessu sambandi er að Árni Johnsen, sem eftir því sem best er vitað mun skipa 2. sætið á framboðslista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, er hvergi nálægur og ekki þátttakandi í þessum fundi heldur eingöngu Guðjón Hjörleifsson, sem var hafnað í prófkjöri þar sem hann lenti í 7. sæti.
Af hverju ætli Árni Mathiesen vilji ekki hafa Árna Johnsen með sér á ferð um Eyjar? Er þetta kannski til marks um að það sé þegar búið að taka ákvörðun um að Árna Johnsen verði ýtt út af framboðslistanum eins og háværar kröfur hafa verið um?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri að ekki hálf klént að koma upp um þetta á þennan máta ef þetta væri satt. Það hlýtur að vera einhver uppgefin ástæða. Menn munu spyrja.
Við bíðum spennt, þú verður örugglega fyrstur með fréttirnar.
TómasHa, 9.1.2007 kl. 22:54
Nei, láttu ekki svona, þið Deiglumenn eigið náttúrlega að komast til botns í þessu. Ég er lítið í skúbbunum. en tekurðu ekki undir með mér að þetta bendir ekki til mjög náist samstarfs þeirra Árnanna?
Pétur Gunnarsson, 9.1.2007 kl. 23:25
Það fylgja engin sérstök skúbbréttindi framleiðslustjóraembætti Deiglunnar.
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé klaufalegt hjá þeim. Út frá þessu myndi ég ekki leggja stórar upphæðir undir.
TómasHa, 10.1.2007 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.