hux

Athyglisvert

Athyglisverð grein á heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar,  oddvita Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Ágætur penni, Björgvin, og ritaði t.d. nýlega merka grein með samanburði á kjörum lántakanda í Evrulöndum og hér á Krónulandi. 

En í nýlegum pistli er Björgvin að velta fyrir sér framsóknarmönnum og stöðu þeirra. Margir Samfylkingarmenn eru afskaplega hrifnir af framsóknarmönnum. Hjá sumum fær áhuginn stundum þráhyggjukenndan blæ, eins og t.d. hjá Össuri, en Björgvin andar bara með nefinu. Hann rekur söguna, telur ýmsar forsendur breyttar og rétt að huga að nánara samstarfi kratanna í Samfylkingunni og framsóknar. Segir þetta: "Hvort það gerist með samstarfi í ríkisstjórn hinna vinnandi stétta eða formlegum samruna síðar á eftir að koma í ljós en það dregur klárlega til tíðina á næsta ári." Athyglisvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sammála að þetta er athyglisvert, - en vil benda á að Björgvin hefur oft talað og skrifað svona áður.  Einu sinni bauð hann t.d. Framsóknarmenn velkomna í ferðatösku Samfylkingarinnar

Nú vill hann rekja fylgisaukningu VG til okkar.  Ég er nú ekki svo viss um að leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hafi þar rétt fyrir sér, nær væri að kíkja eftir fylgismönnum Samfylkingarinnar í herbúðum VG.

Fannst einnig athyglisvert að fylgjast með Svandísi reyna að verjast atlögum B, S og D í Silfrinu.  Átti bara enga vini þar...

Með bestu kveðju, Eygló Harðar

www.eyglohardar.is

Eygló Þóra Harðardóttir, 7.1.2007 kl. 23:38

2 identicon

Hvernig er það á Suðurlandi er ekki varaoddviti Samvinnunnar, náttúru"vinurinn" Bjarni Harðarson, ekki alltaf að básúna eitthvað um að allir séu annað hvort framsóknarmenn eða kratar? Eða var það kannski kommúnistar...man það ekki...

Hólshreppur (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband