hux

Berja hausnum við Múrinn

Í áramótauppgjöri Múrsins hafði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG í flimtingum vegna bókar Margrétar Frímannsdóttur og skrifaði þetta:

Þetta  þótti mörgum fréttnæmt enda furðulegt að varaformaður flokks sem kennir sig við femínisma grínist með reynslu eins og þá sem Thelma Ásdísardóttir lýsti í bók sinni í tilraun sinni til að gera lítið úr þeim lýsingum á andlegu ofbeldi og kvenfyrirlitningu sem Margrét Frímannsdóttir lýsti að hún hefði búið við af hálfu Steingríms J. og fleiri kalla í þingflokki Alþýðubandalagsins. Björn Ingi og Össur hafa báðir fjallað um þá heift VG í garð pólitískra andstæðinga sem þessi skrif eru til vitnis um og undrast að þessi skrif varaformannsins hafi ekki vakið meiri athygli en raun er á en engir fjölmiðlar hafa tekið þau upp.

Uppfærsla í framhaldi af aths: Ég sagði hér áðan Múrinn væri búinn að fjarlægja þennan brandara úr áramótauppgjöri sínu án þess að hafa um það nokkur orð en þar hljóp ég á mig því að ég linkaði þá í fljótfærni á vitlaust áramótauppgjör úr gagnasafni Múrverja.
Whistling Rétt er að hann er þarna enn blessaður brandarinn og alveg jafnvonlaus og síðast þegar ég sá hann. Hins vegar er það rétt að þarna er komin ný færsla um þetta mál. Undir hana rita Ármann Jakobsson, Steinþór Heiðarsson og Sverrir Jakobsson. Þeir hnykkja á heiftinni sem Össur fjallar svo vel um, árétta brandarann um Margréti og Thelmu, eða hvernig öðru vísi er hægt að skilja þá staðreynd að hvorki draga hann til baka né biðjast á honum afsökunar en útskýra hann þannig að þeir hafi verið að gera með honum grín að kostulegum ritdómi Jóns Baldvins um bók Margrétar. Brandarinn er þarna hins vegar enn á sínum stað og er ekki að sjá á Múrverjum að þetta hafi verið nokkuð annað en í mesta lagi lítils háttar tæknileg mistök.

ps. Þeir sem vilja lesa eldri útgáfu af þeirri málsgrein sem ég er nú búinn að breyta geta gert það í aths.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég fór í fyrsta sinn inná murinn í dag eftir ára mót og þessi brandari svokallaði er þar inni.....í áramótauppgjörinu....þannig tjékk again mr.reporter.

Murverji (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Takk fyrir, ég sé það núna að ég hef linkað í áramótauppgjörið þeirra fyrir 2005, klaufalegt, en til komið vegna þess að þeir láta nýjan árgang ekki byrja við áramót en mea culpa, ég lagfæri þetta og útskýri.

Pétur Gunnarsson, 6.1.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Hér eru málsgreinin, sem var upphaflega í þessari færslu en var breytt eftir ofangreinda aths. Hún var upphaflega svona: "Múrinn er nú búinn að fjarlægja þennan brandara úr áramótauppgjöri sínu án þess að hafa um það nokkur orð eða biðjast afsökunar. Þess í stað er hausnum barið við Múrinn í nýrri færslu um þetta mál. Undir hana rita Ármann Jakobsson, Steinþór Heiðarsson og Sverrir Jakobsson. Þeir hnykkja á heiftinni sem Össur fjallar svo vel um, árétta brandarann um Margréti og Thelmu, eða hvernig öðru vísi er hægt að skilja þá staðreynd að hvorki draga hann til baka né biðjast á honum afsökunar en útskýra hann þannig að þeir hafi verið að gera með honum grín að kostulegum ritdómi Jóns Baldvins um bók Margrétar. Samt er brandarinn farinn veg allrar veraldar og þegar áramótauppgjör Múrsins er lesið í dag er eins og hann hafi aldrei veirð sagður. Það þýðir kannski að í verki viðurkenni ritstjórn Múrsins að brandarinn hafi verið mistök þótt þeir beri sig mannalega og ausi skít í allar áttir. En líklega eru þeir bara á því að þetta hafi verið tæknileg mistök, amk ef lesið er það sem stendur í nýjustu færslunni." Þetta var nú meira klúðrið, en breytir ekki því sem um var rætt í grundvallaratriðum, gerir bara forherðingu feministanna í VG enn verri.

Pétur Gunnarsson, 6.1.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Hættan er ávallt fyrir hendi.  Þeir sem einu sinni hafa orðið fyrir einelti eiga það á hættu að verða fyrir því aftur.  

Júlíus Valsson, 6.1.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: TómasHa

Það eru greinilega tæknilegar iðranir í öllum flökkum.

TómasHa, 6.1.2007 kl. 19:46

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Katrín hefur ekki vaxið af þessum verkum sínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2007 kl. 02:13

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Síst af öllu hélt ég að varaformaður VG færi að níðast á Thelmu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2007 kl. 02:16

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Þeir hafa beðist afsökunar á eineltinu og það ber að virða. 

Júlíus Valsson, 7.1.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband