hux

Þættinum hefur borist bréf

Bréfrifari er maður sem þekkir vel til í fjölmiðlaheiminum og viðskiptalífinu. Hann spáir því að stjórnendur Árvakurs, sem eiga Blaðið á móti Sigurði G. Guðjónssyni, séu allt annað en ánægðir með samstarf Sigurðar G. Guðjónssonar við Jón Ásgeir. Hann segir þetta í framhaldi af fréttum um samruna Fögrudyra og Birtings:

Með sameiningu Birtings og Fögrudyra er öruggt að Sigurður G. Guðjónsson hefur samþykkt að falla frá lögbannskröfu og frekari lagalegum aðgerðum gagnvart SME. Hitt er svo annað mál hvort hluthafar í Blaðinu (Árvakur) hafi eða muni samþykkja slíkt.
 
Einnig er vert að velta fyrir sér hvort og þá með hvaða hætti sameiningin og samvinna Sigga G. og Jóns Ásgeirs hefur áhrif á Blaðið. Mun ráðandi hluthafi í Mogga (Björgólfur) samþykkja að samverkamaður mans og meðhluthafi í Blaðinu sé búinn að taka höndum saman við aðaleiganda og stjórnarformanna helsta keppinautar Morgunblaðsins? Og hvaða áhrif hefur samstarfið á stöðu Sigurðar G. sem framkvæmdastjóra Fjárfestingarfélagsins Grettis, þar sem Björgólfur er ráðandi?
 
Mér finnst einnig kómískt að lesa að Reynir Traustason, Mikael Torfason og Jón Trausti Reynisson séu taldir upp sem hluthafar í hinu sameinaða hlutafélagi: Samtals eiga þeir 2%. SME samdi þó um 11% hlut að minnsta kosti í orði.

mbl.is Ákvörðun tekin í byrjun næsta árs hvort krafist verði lögbanns á störf Sigurjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var athyglisvert að sjá Agnesi Bragadóttur fullyrða í Kastljósinu að öll blaðaútgáfa á Íslandi væri í höndunum á Baugi, fyrir utan Moggann og Blaðið. Hún virtist augljóslega halda að Viðskiptablaðið væri í eigu Baugs, sem það er alls ekki. Heimskuleg mistök hjá Agnesi, og reyndar Jóhönnu Vilhjálmsdóttur þáttastjórnanda líka, sem játti þessum fullyrðingum full aðdáunar. Svo sagði Agnes líka að Mogginn væri búinn að vera á fínu skriði í allt haust, en hið rétta er að lestur blaðsins hefur minnkað umtalsvert, og aldrei hraðar en akkúrat í haust, í þrjú ár. Gleðilegt ár!  kv Magnús Halldórsson 

Magnús Halldórsson (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband