29.12.2006 | 14:46
Birtingur og Fögrudyr sameinast - Hér og nú lagt niður
Það halda áfram vendingarnar á blaðamarkaði. Nú heyri ég að tilkynnt verði síðar í dag að Útgáfufélagið Birtingur muni renna saman við Útgáfufélagið Fögrudyr, sem gefur út Ísafold og keypti í gær útgáfuréttinn að Hér og nú og Veggfóðri. Um leið verður tilkynnt að Hér og nú verði lagt niður enda er það augljóslega helsti samkeppnisaðili Séð og heyrt sem Birtingur gefur út.
Hjálmar Blöndal mun verða framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis, hins nýja eiganda DV en mun að öðru leyti ekki koma að útgáfunni.
Stóra spurningin er hvert verður næsta skref? Rennur kannski DV saman við Útgáfufélagið Birting? Þá væri -sme aftur kominn í vinnu hjá Sigurði G. Guðjónssyni, aðaleigenda Birtings. Önnur spurning er hvort þetta þýði að Mikael Torfason sé orðinn yfirritstjóri Ísafoldar? Kemur væntanlega í ljós síðar í dag.
Ellý Ármanns fráfarandi ritstjóri Hér og nú greindi frá því á bloggi sínu í gær að henni hafi verið sagt upp og að Fögrudyr hafi keypt Hér og nú. Spurning hver hafi hagnast á þeim málamyndagerningi að láta blaðið hafa viðkomu í einhverju félagi í nokkra klukkutíma áður en það var aftur selt Fögrudyrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver hagnast vitum við öll. Er ekki í vafa um að Hér & nú var einfaldlega lagt niður því það lækkaði umtalsvert sölutölur Séð og heyrt og Vikunnar. Blaðið gekk glimrandi vel í auglýsinga- og smásölu. Nú skapast hinsvegar skemmtilegt gap á markaðnum þegar sme hefur tekið við Dv með bjartsýni sína að vopni. Eitthvað sem vert er að skoða. Ætla að spyrja völvuna og sjá hvað hún segir um þetta allt saman.
Hlý áramótakveðja - Ellý
Ellý Ármannsdóttir, 29.12.2006 kl. 15:16
Pétur minn, er Siggi ekki bara að kaupa Stöð 2 og greiðir að hluta með sölunni á Birtingi. Þannig verða öll tímaritin komin undir einn og sama hattinn, sum lögð niður og byggt undir önnur? Mér sýnist að þetta sé í farvatninu, hvaða leið sem þeir fara að þessu marki og kannski ekki öll kurl komin til grafar enn. En ég skal hundur heita ef það er ekki takmark Sigga að fá Stöð 2. Hann hættir ekki fyrr.
Forvitna blaðakonan, 29.12.2006 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.