hux

DV áfram í Skaftahlíð

Sme er orðinn ritstjóri DV og segir mér að þegar ég fullyrti að nýja blaðið hans ætti ekki að heita DV hafi það verið rétt og vinnuheitið hafi verið DB. Rétt fyrir jól hafi verið ákveðið að láta reyna á hvort hægt væri að byggja nýja sókn á DV-nafninu.

Fyrsta DV undir stjórn sme mun koma út 5. janúar. Starfsemin verður fyrst um sinn til húsa í Skaftahlíðinni en aðeins til bráðabirgða því stefnt er að flutningum við fyrsta tækifæri. Öllum blaðamönnum verður boðið að vinna áfram en ritstjórarnir Óskar Hrafn Þorvaldsson og Freyr Einarsson láta af störfum. Brynjólfur Guðmundsson kemur af Blaðinu til starfa á DV og fleiri blaðamenn verða ráðnir.

Ákvarðanir um hvenær útgáfudögum verður fjölgað hafa enn ekki verið teknar en sme segist vonast til að það verði á næstu vikum.

Feðgarnir sme og Janus eiga 11% í útgáfufélagi DV, Hjálmur á 49% og 365 40%. Tengslin við útgáfufélag Ísafoldar eru mikil og má segja að hafi einhvern tímann verið til Baugsmiðlar þá sé það nú  þar sem Baugur í gegnum Hjálm er orðinn ráðandi eigandi í DV, Ísafold, Veggfóðri, Hér og nú og Bístró, auk þess að eiga tæplega fjórðung í 365.


mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég velti því fyrir mér fyrir hvað skammstöfunin DB standi, Dánarbú?  Annars er DV orðin skrautleg flétta, sjálfur hef ég ekki keypt blaðið né lesið undanfarið 1,5 ár eða svo, en kannski verður breyting á því.... hver veit!

Óttarr Makuch, 28.12.2006 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband