hux

Suðurnesjamenn vildu fleiri frambjóðendur

Hjálmar Árnason tók áskorun Suðurnesjamanna sem söfnuðu undirskriftum um að bjóða sig fram gegn Guðna Ágústssyni í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. En framboð Hjálmars virðist umdeilt meðal flokkssystkina hans á Suðurnesjum. Stjórn fulltrúaráðs framsóknarmanna í Reyjanesbæ samþykkti einróma á laugardag að skora á kjörstjórn að framlengja framboðsfrest svo að fleiri Suðurnesjamenn geti boðið sig fram í prófkjörinu.

Formaður stjórnarinnar sendi kjörstjórninni bréf þessa efnis og var það tekið fyrir á fundi kjörstjórnarinnar í fyrrakvöld. Kjörstjórnin hafnaði óskum Suðurnesjamanna og því er staðan í prófkjöri framsóknar í kjördæminu sú að af tólf frambjóðendum eru aðeins 2 frá Suðurnesjum.

Suðurnesjamenn óttast að ef Hjálmar tapi  bardaganum við Guðna, sem flestir telja líklegt, muni hann afþakka sæti á listanum og því muni Suðurnesjamenn engan fulltrúa eiga í líklegu sæti á listanum. Hjálmar hefur ekki talað hreint út um hvort hann muni taka 2. sætinu ef hann hreppir það í prófkjörinu.

Framboð Hjálmars í 1. sætið kom flatt upp á marga framsóknarmenn á Suðurnesjum, sem höfðu ekki orðið varir við undirskriftarsöfnunina og tóku yfirlýsingar Hjálmars á kjördæmisþingi 5. nóvember alvarlega. Þar sagðist hann styðja Guðna í 1. sætið og stefna áfram að 2. sætinu. Sú yfirlýsing varð til þess margir Suðurnesjamenn, sem hugleitt höfðu framboð, ákváðu að sitja hjá og tryggja Hjálmari góða kosningu í 2. sætið, en þrír aðrir frambjóðendur sækjast eftir því. En eftir að Hjálmar sneri við blaðinu og skoraði Guðna á hólm er þungt í stuðningsmönnum varaformannsins á Suðurnesjum og þeir eru margir, eins og sést af því að tillagan um lengri framboðsfrest var samþykkt án mótatkvæða í stjórn fulltrúaráðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Hjálmar er greinilega skíthræddur um fylgið, hann sér fram á að þurfa að fara að kenna aftur.  Löngu jólafríin og framboðsfundir á Kanarý úti.    Það að hann sé ekki viss um að taka annað sæti lendi hann í því bendir líka til þess að hann vilji ekki vera utan þings og að hann óttist að þeim muni ekki hlotnast meira en eitt sæti á Suðurlandi.

TómasHa, 20.12.2006 kl. 23:51

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hvers vegna er Hjálmar svona hræddur við kosningar ef satt er?

 Hann á mikla möguleika þótt hann verði í 2. sæti. Þau prófkjör sem hafa farið fram hafa flest hundsað minni byggðakjarna í krafti fjölmennis svo þeir sem vilja þingmann á Suðurnejusum kjósa auðvitað Hjálmar. Það var engin ástæða að skora Guðna á hólm þess vegna. Hjálmar kemst að í 2. sæti.

Undirrituð (er fyrrverandi sveitakona) á erfitt með að sjá eina bændahöðingjann sem eftir er í öðru sæti og hvað þá að falla út af þingi, það verður reiðarslag fyrir Framsókn og gæti kostað, að Framsókn fengi ekki neinn þingmann í Suðurlandskjördæmi kosningum.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.12.2006 kl. 08:25

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hvers vegna er Hjálmar svona hræddur við kosningar ef satt er?

 Hann á mikla möguleika þótt hann verði í 2. sæti. Þau prófkjör sem hafa farið fram hafa flest hundsað minni byggðakjarna í krafti fjölmennis svo þeir sem vilja þingmann á Suðurnejusum kjósa auðvitað Hjálmar. Það var engin ástæða að skora Guðna á hólm þess vegna. Hjálmar kemst að í 2. sæti.

Undirrituð (er fyrrverandi sveitakona) á erfitt með að sjá eina bændahöðingjann sem eftir er í öðru sæti og hvað þá að falla út af þingi, það verður reiðarslag fyrir Framsókn og gæti kostað, að Framsókn fengi ekki neinn þingmann í Suðurlandskjördæmi kosningum.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.12.2006 kl. 08:25

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hvers vegna er Hjálmar svona hræddur við kosningar ef satt er?

 Hann á mikla möguleika þótt hann verði í 2. sæti. Þau prófkjör sem hafa farið fram hafa flest hundsað minni byggðakjarna í krafti fjölmennis svo þeir sem vilja þingmann á Suðurnejusum kjósa auðvitað Hjálmar. Það var engin ástæða að skora Guðna á hólm þess vegna. Hjálmar kemst að í 2. sæti.

Undirrituð (er fyrrverandi sveitakona) á erfitt með að sjá eina bændahöðingjann sem eftir er í öðru sæti og hvað þá að falla út af þingi, það verður reiðarslag fyrir Framsókn og gæti kostað, að Framsókn fengi ekki neinn þingmann í Suðurlandskjördæmi kosningum.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.12.2006 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband