hux

Batman og Robin í Bítið

Jóhannes í Bónus var í drottningarviðtali í Ísland í Bítið en að mati umsjónarmannanna þekkir hann betur en flestir til þess hvort og í hvaða mæli velferðarkerfið og aðstoð við tekjulágt fólk er misnotuð hér á landi.

Tilefnið var meðal annars málefni Byrgisins en fram kom að Jóhannes hefur styrkt starfsemi Byrgisins með matargjöfum og öðrum framlögum. Jóhannes sagðist mundu halda þeirri styrkveitingu áfram en komi í ljós að ásakanir eigi við rök að styðjast muni nýir menn taka við rekstri Byrgisins.

Framan af í viðtalinu var rætt um örlæti Jóhannesar við ýmis líknarsamtök og fátækt fólk og í miðju viðtalinu fór ég að velta því fyrir mér hvort  hér væri hungursneyð ef ekki nyti þjóðin örlætis Jóhannesar og gjafa hans til fátækra. Sá náttúrlega að það var tóm vitleysa en svona er ég nú hrifnæmur á góðri stund. Svipað augnablik átti ég þegar fram kom að hlutfall ráðstöfunartekna fólksins í landinu, sem fer til matvörukaupa, hefur frá 1988 lækkað úr um 25% - þegar Bónus opnaði - í um 16% í dag. Mér fannst eitt andartak eins og allt þetta hefði hann Jóhannes nú gert fyrir þjóð sína og líklega hefur spyrlunum liðið eins því ekkert sögðu þeir sem gefið gat annað til kynna en að þetta væri einmitt þannig vaxið.

Að loknu spjalli um fátæktina og styrkveitingar Jóhannesar var svo farið að tala um Baugsmálið og vanhæfi Haralds Johannessen og Jóns H. B. Snorrasonar og þann harmleik sem Baugsmálið vissulega er öllum Íslendingum, einkum þeim sem eldurinn brennur á og fjölskyldum þeirra. 

En er það rétt tilfinning, sem ég hef, að ávallt þegar nýr úrskurður dómstóla hefur fallið þeim Baugsmönnum í vil birtist Jóhannes í Bónus í drottningarviðtali í Íslandi í bítið? Hvers vegna skyldi það vera? Á hann kannski fjölmiðilinn og mætir bara þegar hann vill? Í þessum viðtölum - líkt og í morgun -  er annars vegar fjallað um öll hans góðu verk í þágu lítilmagnans og hins vegar illsku mannanna sem að honum sækja.  Ég hef örugglega séð ein 10 svona viðtöl. Þegar ég horfi á þessi viðtöl verður mér stundum hugsað til sögunnar sem ritstjóri Morgunblaðsins hefur sagt af sínu fyrsta blaðamannsverki, sem var viðtal við ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem þá hélt um alla þræði á Morgunblaðinu. Viðtalið fór þannig fram að viðmælandi ritstjórans sagði. "Nú spyrð þú og þá svara ég..."  Hann bjó bæði til spurningarnar og svörin. Þá er spyrillinn í hlutverki Robins og viðmælandinn í hlutverki Batmans, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki taka það af honum að Bónus var og er kjarabót, en hann á fleiri verslanir sem eru rándýrar okurbúllur. Þarna er hann að ganga skrítið einstigi að mínum dómi, annarsvegar sem boðberi lágs vöruverðs og hinsvegar sem okrari. Ég var í Blómaval um daginn (Bónus á´Húsasmiðjuna örugglega ennþá ekki satt) og þvílík okurbúlla það er ekki oft sem maður finnur að það sé verið að taka mann í óæðri en þarna guð minn góður, það er eins með Hagkaup vá alltaf fullt og fólk greiðir 25.000 kall fyrir körfuna brosandi, sem er hálf tóm.

Lágvöruverslanir eru umdeildar víða vegna þess að þrátt fyrir að bjóða góð verð er hegðun þeirra gagnvart birgjum oft þannig að á endanum valda þær tjóni á hagkerfum. Birginn verður ofurseldur hugtakinu magn og fær alltaf minna og minna fyrir sinn snúð, sem aftur veldur því að hann þarf að segja upp fólki og getur ekki þróast eðlilega. Vald verslunarinnar verður of mikið þannig að heildaráhrifin verða vond þegar upp er staðið.

En menn geta ekki staðið beggja vegna borðsins og slegið sig sem riddara fyrir lágt vöruverð en fundist það síðan allt í lagi að eiga verslanir sem okra og eflaust til þess hugsaðar að ná til baka afsláttunum sewm gefnir eru í Bónus.

ps Menn sem gefa gjafir til þeirra er minna mega sín eru góðir menn, en maður samt hugsar sig um þegar þessir sömu menn eru alltaf að koma fram og segja frá því hvað þeir eru góðir, eru þeir góðir eða er eitthvað annaðð að baki

ehud (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 11:40

2 identicon

Jam þegar ég hlusta á Jóhannes í Bónus þá upplifi ég það að hann er alltaf að tala um það sem hann gefur öðrum,eins og hann sjái eftir því sem hann gefur.Ég held að þegar maður hefur löngun að gefa þá hreykir maður sér ekki af því í marga daga á eftir og í öllum viðtölum sem maður kemst í,ekki gleyma máltækinu sælla er að gefa en að þyggja.Ég man nú eftir því að þegar Hagkaup byrjaði á Miklatorgi í gömlu húsi þar þá var það virkileg kjarabót í þá daga og var Jóhannes þar heldur frumkvöðull lágs vöruverðs á Íslandi hann hét Pálmi Jónsson.Bónus feðgar eru ekki eingöngu að hugsa um litilmagnan ,eð lágu vöruverði sem bjóða,þeira nota hinar búðirnar til að lækka vöruverð í Bónus og borga lægstu launin í þessum búðum þræla ungum skólakrökkum í afgreiðslustörfum.Mér finnst þessi kallar eiga allt of mikið í þessu landi og stýra þess vegna mikklu bæði í verslun og þjónustu og fjölmiðlun

Andansmaður (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 11:55

3 identicon

Hvernig er það með þessa styrki þeirra? Er ekki einhver hluti þeirra sem kemur af sölu plastpokanna sem við greiðum fyrir í hvert skipti er við förum út í búð?

 Ég hef nú aldrei skilið rökin fyrir því að við almúginn séum að punga út okkar peningum í slíka sjóði til að voða, voða góðir menn eins og Jóhannes getið komið og slegið sér á brjóst fyrir góðverk sín.

sekkur (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 12:07

4 identicon

Skemmtilegur pistill Pétur. Ég heyrði þetta furðulega viðtal í morgun og var að spá í hvort Sirrý væri að vinna hjá fjölmiðli eða auglýsingastofu Jóhannesar í Bónus. Jóhannes ekki slæmur maður, langt í frá og Sirrý örugglega frábær kona en vá hvað þetta viðtal var skammarlegt fyrir þá sem stóðu fyrir því. » Kv »»»»»»»» Örvadrottningin

raudvin (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 13:14

5 identicon

Þegar maður hefur vanist því að borga ekki meira en 30 krónur fyrir brauðið sitt og sleppur auðveldlega með 500-600 króna heildarkostnað í kvöldmáltíð 5 manna fjölskyldu, þá er erfitt að líta á Ísland öðruvísi en sem konungsríki okursins.

Ekki laust við að maður hlægi dálítið þegar maður les fréttir þess efnis að matarverð sé 40% hærra á Íslandi en í Bretlandi.  Það veit ég á eigin skinni að munurinn er yfirleitt mun meiri.  Spurning hvaða verslanir verið er að bera saman?  Bónus á Íslandi og M&S í London?
Versli maður í Netto hér í Manchester, má að minnsta kosti ná mun meiri mun í körfuna en 40%.

Hitt er rétt, að Jóhannes braut upp markað sem var ónýtur, gegnsýrður af áralangri einokun og græðgi þeirra sem ráku verslanir.
Spurning hvort sagan sé hægt og rólega að endurtaka sig?  Ég skal ekki segja.

Baldur McQueen Rafnsson (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 13:28

6 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Hér er margt sagt af spaklegu viti, mér finnst ofboðslega gaman að fá komment frá fólki sem hefur eitthvað að segja.

Lifi litli kallinn, fjölbreytnin og hobbitarnir  

Pétur Gunnarsson, 19.12.2006 kl. 21:03

7 Smámynd: Herbert Guðmundsson

herb.blog.is

Herbert Guðmundsson, 19.12.2006 kl. 23:46

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég horfði ekki mikið á Stöð 2 þannig að ég hef ekki séð drottningarviðtölin. En þetta var nú alveg yfir strikið 5. des á forsíðu Fréttablaðsins þar sem yfirskriftin er feitu börnin í Breiðholti, jólasveinninn Jóhannes sem útdeilir gæðunum í sama hlutfalli og hann vinnur í málaferlum við ríkisvaldið og svo um hörmungarnar utanlands. Sjá minn pistil hérna: http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/85749/

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.12.2006 kl. 00:40

9 identicon

Það er alltaf heldur leiðinlegt að sjá fólk sem vill láta gott af sér leiða auglýsa það í bak og fyrir. Ég efast ekki um að Jóhannes í Bónus vill hjálpa lítilmagnanum en hann notar þessar gjafir líka  í baráttu sinni við efnahagsbrotadeildina. Það er ekki nógu gott hjá honum.  Toppurinn var að tengja síðustu gjöf við  aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á Baugi.  Pálmi í Hagkaupum var sannur vinur litla mannsins ekki síður en Jóhannes, en hann hreykti sér ekki af verkum sínum.  Þegar hinn almenni borgari er grunaður um að svíkja undan skatti verður hann að sæta rannsókn, þetta hlýtur að eiga við þá Baugsmenn líka. Og einhvern veginn finnst manni að lögfræðingarnir séu að koma í veg fyrir að málið sé tekið til efnislegrar meðferðar með alls kyns lagaklækjum.  Ef þeir Baugsmenn hafa jafn hreinan skjöld og þeir vilja vera láta, hlýtur það að vera þeim fyrir bestu að dæmt verði í málinu sem fyrst. Jón Ásgeir treystir a.m.k. héraðsdómi eins og hann sagði hérna um árið!  Og þegar dæmt hefur verið í málunum, þá er hugsanlega kominn tími til að tala um aðför, ef þeir reynast saklausir. 

Konni (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 10:43

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Allt ber þetta keim af slæmri samvisku feðganna.

Hvenær láta þeir af málþófi, orðhengilshætti og hártogunum svo réttarkerfið fái lokið sínu verki.

Hræðast þeir niðurstöðuna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2006 kl. 12:06

11 identicon

Mér blöskrar mannvonsku og öfundartónninn í þessum skrifum.  Margir haf gert mikið fyrir íslendinga s.l. ár. Mst hafa þeir gert Jóhanness í Bónus, Davíð og Halldór. Allir eru þeir svo skotspænir -enginn segir nema eitthvað "skammastín" Getur ekki Kári í erfðagreiningu diktað upp eitthvert "frískamín" við þessari helv. öfund allri......

Kristinn Petursson (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband