hux

Öryggisráðið sem tekjulind

Bandaríkjastjórn er sögð múta þeim ríkjum sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og veitir til hvers þeirra 59% hærri fjárhæðum þau ár þegar þau eiga sæti í ráðinu en hin árin þegar þau eru utan þess. Þetta kemur fram í rannsókn hagfræðinga, sem greint er frá í Observer í gær. Þar segir:

When there is a controversial vote in prospect, the premium for countries with a security council seat is even higher. US aid surges by as much as 170 per cent, bringing in a £23m windfall, while the UN spends an extra £4m.

Some countries serve on the security council during relatively calm years, whereas others, by chance, are fortunate enough to serve during a year in which a key resolution is debated and their vote becomes more valuable,' the authors say.

 Rannsókn hagfræðinganna í heild má lesa hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Logi Sigurðsson

Æ, þarna skemmdirðu fyrir mér grein sem beið þess að verða skrifuð. Fyrst sagði raunar frá þessari rannsókn fyrir um mánuði síðan í tímaritinu The Atlantic, sbr. http://www.theatlantic.com/doc/200612/primarysources

Davíð Logi Sigurðsson, 18.12.2006 kl. 10:57

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Góði skrifaðu hana samt, Mogginn er ennþá með aðeins meiri útbreiðslu en menn ársins.

Pétur Gunnarsson, 18.12.2006 kl. 11:28

3 identicon

Þið eruð ekki fyrstir. Á Íslandi er einstaklingur sem er ansi fróður um efnið og hefur að þegar skrifað að minnsta kosti tvær ritgerðir sem fjalla um allan þann þrýsting sem kjörin ríki öryggisráðsins hafa orðið fyrir. Vísað í ykkar heimild og reyndar tvær aðrar merkilegar 2006-stúdíur úr heimsþekktum háskólum. Þetta er heil stúdía út af fyrir sig og raunar merkilegt að Íslendingar hafi ekki veitt því meiri athygli. Ef umræðan um þessi mál færi af stað fyrir alvöru gæti orðið úr nokkurt hneyksli fyrir framboðið og utanríkisþjónustuna? Ég held það.

S (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 01:17

4 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Var ekki spurt að því, þegar um þetta var blaðrað fyrr á þessu ári, hvort Íslendingar hefðu samið of snemma um brottför hersins?

Arnljótur Bjarki Bergsson, 19.12.2006 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband