17.12.2006 | 11:34
Leyndarvirkjun
Leiðari Moggans í dag hittir naglann á höfuðið. Þar er fjallað um þá leynd sem Landsvirkjun hjúpar orkusamninga sína við álbræðslufyrirtæki. Greinilegt er að ritstjórinn sjálfur skrifar. Tek undir þegar hann segir:
En ef svo skyldi vera að eigendur Landsvirkjunar, íslenzka þjóðin, séu þeir einu sem vita ekki um raforkuverð til álvera hér á landi er ástæða til að endurskoða þá afstöðu sem Landsvirkjun hefur haft. Það hefur mikla þýðingu að þjóðfélag okkar sé opið og að allar upplýsingar sem varða hagsmuni þjóðarinnar liggi á borðinu fyrir hvern sem er að skoða. Þetta er grundvallaratriði í því lýðræðislega þjóðfélagi sem við viljum byggja upp á nýrri öld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg 100% nema þetta með að Jón hafi vit fyrir Friðrik og stjórn LV. En ef ég man rétt ætti það samt að vera auðvelt því að þar situr innvígður Framsóknarmaður og kaupfélagsfrömuðurinn Jóhannes Geir. Þessir menn báðir hafa sent þjóðinni fingurinn ef einhver hefur vogað sér að deila á LV eða fara fram á breytingar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2006 kl. 11:47
Ekki svona fordómafullur á sunnudagsmorgni, Magnús Tímarnir breytast.
Pétur Gunnarsson, 17.12.2006 kl. 11:52
En þetta eru ekki fordómar. Þetta er bara staðreyndir. Landsvirkjun er orðið svona bákn sem er yfir vilja eigendana hafið. En endilega þrýsta á að raforkuverð sé upp á borðum. Við verðum að hafa að minnstakost smá grundvöll til að meta hvað þessir menn eru að rukka inn fyrir þá orku sem þjóðin er að selja til útlanda. Annars er ég bara óvenju hress og fordómalaus í dag. Verð þá sennilega mjög slæmur á morgun.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2006 kl. 12:03
Þetta er góður dagur, það er búið að velja okkur menn ársins 2006 hjá Time.
Pétur Gunnarsson, 17.12.2006 kl. 12:29
Já glæsilegt. Ég er ekki alveg tilbúinn með þakkaræðu en kannski fyrst þá vil ég þakka öllum sem studdu mig. Eins þá vil ég þakka öllum þeim sem unnið hafa að þróun bloggkerfa og síðast en ekki síst öllum þeim sem lesa bloggin. Ég verð að hætta núna (þurrka gleðitár úr hvarmi). Takk!
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2006 kl. 12:50
Það má færa mjög góð og gild rök fyrir því að upplýsa íslensku þjóðina um raforkuverð til stóriðju. Hins vegar þarf að lýta til þess að það myndi hafa mjög slæm áhrif á samningsstöðu Landsvirkjunar til framtíðar að upplýsa um efni einstakra raforkusamninga. Spurning hvort hægt sé að hvísla verðunum að íslensku þjóðinni ef hún lofar að segja engum frá...
IJ (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 13:06
IJ er eitthvað betra að það sé uppi orðrómur um að stóriðja sé að þyrpast hingað af því að þeir fái orku fyrir það lágt verð að líklegt sé að almennir orkukaupendur greiði niðu verð til þeirra? Afhverju eru þessar upplýsingar uppi á borðinu í öðrum löndum?
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2006 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.