14.12.2006 | 18:53
Legið á hleri
Síðdegisútvarp RÚV birti í dag umfjöllun um frásögn sem sögð var höfð eftir fyrrverandi lögreglumanni í Reykjavík þar sem hann lýsti þátttöku sinni í hlerunum á símum fjölda fólks í Reykjavík á árunum 1970 til 1980. Þetta er stórfrétt og hið fyrsta markverða sem fram kemur um hleranamálin vikum saman.
Ég skildi umfjöllunina þannig að þetta hljóti að hafa verið hleranir án dómsúrskurða því að lögreglumaðurinn lýsti þessu - í óbeinni endursögn starfsmanna Rásar 2 - nánast sem daglegum þætti í sínu starfi. Það var sama hvort um var að ræða grun um refsivert athæfi, eða fólk sem aðhylltist einhverjar stjórnmálaskoðanir og jafnvel lögreglumenn sem taldir voru hafa vafasamar skoðanir. Samkvæmt viðmælanda Rásar 2 voru allir þessar hópar hleraðir án þess að nokkurrar heimildar dómstóla væri aflað.
Ég beið spenntur eftir framhaldi málsins í kvöldfréttum RÚV en þar var ekki orð um málið. Hvernig getur staðið á því? Felur það í sér efasemdir fréttastofunnar um vinnslu þessa efnis í síðdegisútvarpinu eða er einfaldlega verið að geyma málið? Það er afar óvenjulegt að birta ekki svona bombur í aðalfréttatíma.
Þessi frásögn er enn ein vísbendingin um að rannsóknir fræðimanna á hleranamálum hér á landi munu ekki leiða til þess að sannleikurinn allur komi í ljós. Til þess að menn fái að vita hvernig þessum málum var háttað og hvað hér er á seiði þarf einfaldlega að gera eins og krafist hefur verið: setja þarf lög þar sem þeim löggæslumönnum og starfsmönnum Landsímans er heitið sakaruppgjöf gegn því að þeir segi allt af létta. Fræðimenn rannsaka gögn, hér þarf að tala við fólk sem var að störfum á þessum tíma, ekki til að leita að sökudólgum í þeirra hópi, heldur til að leiða hið sanna í ljós.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og til að hindra að þetta haldi áfram eða verði gert aftur. Því það eru töluverðar líkur og reynsla margra er sú að þetta hafi haldið áfram löngu eftir 1980.
Ef fréttinni hefði verið fylgt eftir þá hefði verið forvitnilegt að vita hvort þetta ártal miðast við starfslok viðkomandi lögreglumanns. Eða hvort þá hafi verið hætt að hlera án dómsúrskurða. Eða kannski bara hætt að segja öllum í löggunni frá því.
Ekki að ég reikni með að RÚV hafi tök á að komast að þessu, við þurfum rannsókn og sakaruppgjöf á hugsanlegum afbrotum eins og þú segir. En vandamálið er samt stærra því ég held að margir treysti bara alls ekki lögreglunni til að rannsaka sjálfa sig og því þarf að fara aðrar leiðir.
Gunnar, 14.12.2006 kl. 22:50
Til varnar fréttaflutningi RÚV, þessi frétt var í fréttum kl. fjögur:
Rvk: Lögreglan hleraði síma
Fyrrverandi lögreglumaður, sem vill ekki láta nafns síns getið, hefur staðfest við fréttastofu Útvarpsins að lögreglan í Reykjavík hafi hlerað síma hjá íslenskum ríkisborgurum og fyrirtækjum á árunum 1970-1980.
Maðurinn sem starfaði sem lögreglumaður um árabil segir að hvaða lögreglumaður sem er hafi getað hlerað síma á árunum 1970-1980 og alkunna hafi verið að símar hafi verið hleraðir ef grunur lék á að skoðanir eða athafnir fólks væru taldar meint ógn við öryggi ríkisins. Hann segist oft hafa sjálfur hlerað síma en ekki vitað til þess að dómsúrskurður til þess hafi verið fenginn áður. Ef menn voru grunaðir um sakhæft athæfi hafi sími þeirra nær undantekningarlaust verið hleraður.
Hann segir jafnframt að á 8. áratugnum hafi verið fylgst með sumum lögreglumönnum en mikil pólitík hafi verið í gangi á þessum árum og framgangur manna innan lögreglunnar hafi farið eftir því í hvaða stjórnmálaflokki þeir voru. Þá segir hann að lögreglan hafi fylgst náið með hópi manna í þjóðfélaginu sem talinn var ógna öryggi ríkisins og stundum var fólk jafnvel myndað við athafnir sínar. Lögregla hafi ennfremur fylgst með fólki á mótmælafundum og skráð niður nöfn þeirra sem þar voru."
Þetta mál er svo nýtt, að það eitt gæti skýrt hvers vegna það var ekki líka í kvöldfréttum, þ.e. ekki hafi unnist tími til að vinna framhald. Vaktstjóri hefur af einhverjum ástæðum ekki ákveðið að endurflytja fjögurfréttina. Vonandi framhald á morgun. Tíminn er ekki útrunninn, eða hvað?
anonymus (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 00:01
Tvo lögreglumenn hef ég hitt og þegið upplýsingar hjá meðan ég var fréttamaður á Stöð 2 sem fóru svo laumulega að mér fannst ég vera staddur í njósnamynd úr kalda stríðinu. Báðir sögðu að félagar þeirra í lögreglunni gætu verið að fylgjast með. Við gátum ekki talað saman um málin í síma og urðum að hittast seint um kvöld á afviknum stöðum. Þá fannst mér þetta fullkomlega fáránlegt, nú er ég farinn að skilja þá betur.
Þór Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 00:48
Voru ekki Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur við völd lungann úr þessu tímabili - 1970-1980?
zoom (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 10:54
"Fræðimenn rannsaka gögn, hér þarf að tala við fólk..." Mér fannst réttast að leiðrétta það hjá þér að það er alvanalegt að fræðimenn tali við fólk þegar það sinnir rannsóknum. Það sem kemur úr munni fólks eru einmitt líka gögn.
Vona að ég sé samt ekki að misskilja þig.
Helgi E. Eyjólfsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.