14.12.2006 | 18:45
Setið undir
En aðeins meira um að sitja undir. Í umfjöllun Helga Seljan í Kastljósi í gær var sagt að ég væri eða hefði verið "ritstjóri kosningavefs" Framsóknarflokksins. Nú veit ég ekki til hvers Helgi er að vísa en því var hvíslað að mér að með þessu væri verið að vega að og dylgja um þetta blogg mitt. Ekki held ég að það sé rétt en hitt veit ég að varla er Helgi þarna að vísa til þess að ég var um mánaðarskeið (mars 2005) ritstjóri hriflu.is, vefrits framsóknarfélganna í Reykjavík, og ekki held ég heldur að hann hafi verið að vísa til þess að ég ritstýrði tímanum.is þegar ég var framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna. Þannig að ég óska eftir að Helgi skýri nánar hvað hann var að fara, en einhverjir labbakútar í áróðursdeild Samfylkingarinnar hafa þegar hent þetta á lofti í framhaldi af krísufundum dagsins á þeim bæ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt er að benda á að labbakútana í áróðursdeild Samfylkarinnar er að finna á nykratar.blog.is
Kveðja, labbakútarnir
Nýkratar, 14.12.2006 kl. 19:32
Ykkur væri nær að leiðrétta eða útskýra nánar hvað þið eigið við með að ég hafi verið ritstjóri kosningavefs flokksins eða skil ég þessa athugasemd þannig að þið standið við þá staðhæfingu.
Pétur Gunnarsson, 14.12.2006 kl. 19:41
Come on. Ætlar þú sæmilega skynsamur maður að fara að bera það saman annars vegar að þú ert sagður hafa ritstýrt kosningavef en í rauninni hafi það verið Hriflan og Tíminn og hins vegar ásökun Björns Inga að HR hafi mútað Degi B?
Bestu kveðjur,
Magnús Már Guðmundsson
labbakútur nýkominn af röð krísufunda
Magnús Már Guðmundsson, 14.12.2006 kl. 19:55
Óþarfi að gera svona mikið veður úr þessu enda erum við labbakútarnir í bloggfærslu okkar að vísa í inngang Helga Seljan þar sem þetta kemur fram, sama hvort Hriflan og/eða Tíminn geta talist til kosningavefa í aðdraganda kosninga.
Nýkratar, 14.12.2006 kl. 20:06
Merkilegir þessir Samfylkingarmenn, þeim er lífsins ómögulegt að koma með eitthvað málefnalegt í þessa umræðu. Ég vill benda þeim á að horfa á Kastljósþáttinn aftur og fara yfir það sem Björn Ingi sagði. Hann spurði Dag einfaldlega hvort hann hefði notið þess við ráðninguna við HR að hafa úthlutað skólanum lóð, hann fullyrti ekkert um það. Þessi afturhaldskommatittsflokkur er auðvitað svo skinhelgur að hann einn má gagnrýna en þolir svo ekki naflaskoðun á eigin verkum. Minnir um margt á fjármál stjórnmálaflokkanna þar sem flokkurinn talað alltaf um að birta bókhaldið en gerði svo ekkert í því.
Egill (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 20:19
Magnús þetta snýst ekki um samanburð, heldur hitt að ég óska eftir því að menn skýri út þá staðhæfingu að ég sé eða hafi verið (það var ekki ljóst hvort átt var við nútíð eða þátíð) ristjóri kosningavefs framsóknarflokksins. Hvaða vef eiga menn við? Þessi spurning hefur ekkert með óskar eða einhver samanburðarfræði að gera.
Pétur Gunnarsson, 14.12.2006 kl. 20:26
Það er nú óþarfi að reyna að þvo af sér Framsóknarstimpilinn með einhverjum kattarþvotti. Þú varst skrifstofustjóri þingflokks Framsóknar, aðstoðarmaður Halldórs og einn af aðal mönnunum í kosningabaráttu Björns Inga í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þess vegna líklegast var þér verðlaunað með smá "dúsu"
Óli (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 20:48
Óli, nákvæmlega hvað í málflutningi Péturs ertu ekki að skilja? Hann er að reyna að komast að því hvaða kosningavef hann eigi að hafa ritstýrt.
Egill Óskarsson, 14.12.2006 kl. 21:37
Óli, ef það er það sem þú heitir, skilurðu ekki að það er hér beðið um rökstuðning fyrir því að á hverju ákveðin staðhæfing um mig byggist. Þetta er ekkert flókið, og það er rétt að ég vann hjá þingflokknum og vann með birni inga í kosningabaráttunni þangað til ég réði mig á fréttablaðið í byrjun apríl. Það er enginn skítur. Þær staðreyndir leysa menn ekki undan því að reyna að byggja mál sitt á því sem er rétt og rangt. Og ef þú ætlar að halda áfram að taka til máls hérna og ræða mín málefni þá finnst mér lágmark að þú segir til þin en sért ekki að fela þig undir dulnefni. Mér ber engin skylda til þess að veita þér platform til þess að vera með skít. Vertu maður ef þú ætlar að blanda þér í umræður manna, vertu annars úti.
Pétur Gunnarsson, 14.12.2006 kl. 21:54
þetta er fáranleg pólitík. ef maður er svo óheppinn að vera skráður í stjórnmálaflokk þá getur maður engan vegin fengið vinnu hjá borginni. best að einfalda hlutina. Er það ekki þannig að maður vinnur með fólki sem maður þekkir og treystir. hefði verið betra að ráða óflokksbundin mann sem á nú örugglega ekki frænda eða tengist neinum þarna í þessu húsi niðrá tjörn sem fengi að njóta þessara 390.000 króna. spurning um að ráða útlendinga næst svo að það sé örugglega ekki hægt að finna tengsl við einn né neinn. en þá verður auðvitað allt vitlaust líka. alltaf hægt að finna að öllu ef það hentar manni ekki sjálfum .
bla bla (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.