14.12.2006 | 15:34
Ullarpeysur íslenska ríkisins
Íslenska ríkið - við öll - hefur eignast 983 ullarpeysur, 128 prjónahatta, átta trefla, 27 húfur og tíu pör af vettlingum.
Við eignuðumst þetta með dómi héraðsdóms Austurlands, sem gerði varninginn upptækan til ríkissjóðs ásamt 1.300 geisladiskum. Allt fannst þetta í bíl sem tveir menn frá Perú komu með til landsins um borð í Norrænu. Þeir voru dæmdir fyrir að ætla að selja góssið en sjálfir sögðust þeir bara ekki hafa haft neinn stað til þess að geyma allan þennan lopa á meðan þeir skruppu til Íslands. Þess vegna hefðu þeir tekið prjónalesið með sér. Mér skilst að mennirnir hafi verið kyrrsettir hér á landi frá því 19. september meðan þeir biðu dómsins.
Nú þekki ég málsháttinn að fara með kaffi til Brasilíu, líka að fara með sand til Sahara en nú er komið nýr málsháttur: Þetta er nú eins og "að flytja lopapeysur til Íslands" og skal hann hafður um það að bera í bakkafullan lækinn, eða eitthvað í þá veru.
En nú stendur eftir vandinn: hvað á íslenska ríkið að gera við allar lopapeysurnar? Á að selja þær á uppboði tollstjóra næsta vor þannig að einhver útsjónasamur smákaupmaður geti keypt þær þar fyrir slikk og selt í Kolaportinu? Á að láta Stefán Jón Hafstein hafa þær með sér til Namibíu og nota þær þar sem hluta af þróunaraðstoð Íslendinga? Það er líklega ekki góð hugmynd af veðurfarslegum ástæðum.
En hvað með að setja í gang sérstakt þróunarverkefni sem snýst um það að koma lopapeysum íslenska ríkisins til fólks sem þarf á þeim að halda. Hvað með að skila þeim til Perú? Ég sting upp á því að Þróunarsamvinnustofnun gefi peysurnar fátækum í Perú. Aðrar hugmyndir eru vel þegnar í kommentakerfið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.