hux

Takk en nei takk

Þakka Mogganum fyrir að birta í heild ákærurnar í olíusamráðsmálinu. Veit að þetta er afskaplega vel meint og gert af níðþungri samfélagslegri ábyrgð.

Verst að ég hef ekki tíma til að lesa þessar átta pökkuðu blaðsíður af texta. Ég hefði haft hins vegar gjarnan viljað lesa þétta samantekt á ákæruefnunum á svona eins og einni síðu. Þess vegna hefði ég verið enn þakklátari ef  ef blaðið hefði fengið einhvern af sínum frábæru blaðamönnum til þess að leggjast í virðisaukandi starfsemi með það hráefni, sem ákæran er, og draga út helstu atriði. Þeim er vel treystandi til þess. Forsíðufréttin bætir hins vegar litlu við það sem kom í ljósvakanum í gærkvöldi.

Skannaði ákæruna og sé að þótt talað sé um 27 ákæruliði er um að ræða í mörgum þeirra nokkra verknaði sem vísað er til. Líklega voru flestir sem vildu lesa ákæruna búnir að lesa hana á vef RÚV þar sem hún birtist í gær.

Sá sem les þetta og las líka ákæruna í heild í prentaða Mogganum má gjarnan gefa sig fram í kommentum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband