13.12.2006 | 20:23
10 kíló og 3 mánuðir
Helgi Seljan var rétt þessu að birta mynd af mér sem var tekin fyrir svona liðlega 10 kílóum síðan og nota sem myndskreytingu í umfjöllun um ráðningar til fyrirtækja og stofnana borgarinnar.
Það er rétt að ég hef um þriggja mánaða skeið unnið að verkefni á vegum Faxaflóahafna sem tengist nýjum vef fyrirtækisins. Markaðsstjóri fyrirtækisins stýrir því verkefni en vonir standa til að því ljúki um áramót. Ekki mun ég halda því fram að þetta verkefni mitt hafi ekkert með það að gera að ég er vinur Björns Inga Hrafnssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, og pólitískur samherji hans. En mér finnst líka rétt að koma því á framfæri að hér er ekki um fast starf að ræða og ekki auglýsinga- eða útboðsskylt verkefni. Sjálfur ætla ég ekki að dæma um getu mína til að sinna verkfninu.
Og mér finnst ágætt að Kastljósið fjalli um ráðningar í opinber fyrirtæki og stofnanir og vonandi verður framhald á. Kannski stæði þeim næst að fara yfir það hvort farið hafi verið að lögum, reglum og kjarasamningum um ráðningar umsjónarmanna í Kastljósið undanfarna mánuði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Touché
Davíð Logi Sigurðsson, 13.12.2006 kl. 21:20
Bíddu hvaða kjarasamningar gilda um ráðningu í störf hjá sjónvarpinu? Vissi ekki að það væri eitthvað í kjarasamningum um mannaráðningar. Eins er það málefnalegt að ráðast á Helga fyrir að fjalla um mál sem er í umræðunni.? Er þetta með ráðningar á ruv ekki eitthvað sem Framsókn og Sjálfstæðismenn vilja. Þ.e. RUV verði hlutafélag sem verði þar með ekki lengur bundið af lögum og reglum um opinberastarfsmenn og stofnanir. RUV ohf.
Enda held ég að Helgi sé einn af frambærilegustu mönnum sem þeir gátu fundið í þetta starf.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2006 kl. 21:57
miðað við þetta mega þeir sem eiga stjórnmálamenn sem vini eða eru tengdir flokkum á einhvern hátt ekki vinna vegna þess að fyrr eða síðar koma fram einhver tengsl???????????
sammála með Kastljósið þetta er eftir allt okkar fé sem tekið er af okkur með níðingsskap
ehud (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 21:58
Magnús ég hef ekkert út á það að setja að Helgi Seljan sé í Kastljósi, kann vel við hann og er sammála því að hann er ágætur sjónvarpsmaður. Er bara að benda á að það gilda reglur og samningar um ráðningarferli þar og að ennþá gilda sömu reglur um ráðningar þar og annars staðar í opinber geiranum. Það er alþingis að ákveða að breyta því ferli en ekki yfirmanna stofnunarinnar.
Pétur Gunnarsson, 13.12.2006 kl. 22:06
Pétur ég er heldur ekki að setja út á að þú sért að vinna að heimsíðumálum Faxaflóahafna. Held að það sé lítið að því að ráða mann sem er vanur texasmíðum. Það er önnur ráðning Björns Inga sem mér finnst vafasamari. Það að ráða varaborgafulltrúa sinn í starf og það askoti vel launað finnst mér alls ekki við hæfi.
Annars ætti ég kannski ekki að skipta mér af þessu þar sem ég er. Kópavogsbúi.
Þetta með kjarsamningin var náttúruleg útúrsnúningur. En nú veit ég að það hefur tíðkast um áraraðir að ráða inn fólk á RUV á verktakasamningum. Þannig að það hefur ekki alltaf ráðið inn skv. kjarasamningum
Kveðjur
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2006 kl. 22:56
ef þú ert úr Kópavoginum Magnús ættirðu frekar að fjalla um kjölturakkann hans Gunnars Birgissonar sem húkir í 1 sæti framsóknar (þrátt fyrir að hafa misst hérumbil allt fylgið í síðustu kosningum)
það er af nægu að taka í Kópavoginum hefði ég haldið
ehud (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 23:14
Ég hef gert það í mörgum mörgum færslum Ehud. Ómar hefur fengið sinn skammt hjá mér
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2006 kl. 23:17
Nú er boltinn klárlega hjá Helga Seljan, trúverðuleiki hans er í húfi.
Matthias (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 23:57
Ehm... Sé að Framsóknarmenn eru farnir að beita fyrir sig smjörklípuaðferðinni og nú reyna þeir að skíta út fjölmiðlamenn sem eru að spyrja þá erfiðra spurninga... Það er algjör þvæla að trúverðuleiki Helga sé í húfi og hreint ótrúlegt að það sé verið að draga ráðningu hans í Kastljósið inn í þessa umræðu um pólitískar ráðningar nýs meirihluta í borginni. Vilhjálmur er pólitíkus af gamla skólanum og hefur löngum haft orð á sér að hann sjái um sína og saga Framsóknarflokksins í þessum málum er alþekkt.
IJ (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 10:12
Það virðist nú vera orðið þannig að ef maður hefur einhvern tímann unnið fyrir Framsóknarflokkinn (ekki einu sinni á lista) þá sé maður orðinn óhæfur til að starfa annars staðar.
Trúir fólk því virkilega að þeir sem starfa í stjórnmálum (bæði sem kjörnir fulltrúar eða í opinberum störfum) séu óhæfir starfskraftar?
Að sú hæfni sem fólk aflar sér í þessum störfum sé einskis virði?
Ég tek undir það að það verður gaman að fylgjast með umfjöllun um ráðningar á fólki tengt öðrum stjórnmálaflokkum á næstunni í Kastljósinu.
Með bestu kveðju, Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 10:48
af hverju má Björn ekki ráða mann í starfið sem hann þekkir? Hvaða andskotans máli skiptir í hvaða stjórnmálaflokki hann er eða ekki? Höfum við ekki öll fengið vinnu einhverntíma á lífsleiðinni gegnum einhvern. Spáið í það.Af hverju að auglýsa starfið þegar hann er búin að ákveða að ráða þann sem hann treystir í starfið, er það ekki tímasóun fyrir hina umsækendurna. Hvernig var ráðningu háttað þegar Páll Magnússon var ráðin. sé ekkert athugavert við þetta.
bla bla (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 13:38
Bla bla (sérkennilegt nafn) Þú ert sem sagt á því að það sé ásætanlegt að eina ráðið til að fá vinnu á þeim sviðum sem Björn Ingi ráði sé að vera í Framsókn og hafa unnið fyrir flokkinn.
Þú ert á því að það sé ekkert óeðlilegt að vera vara bæjarfulltrúi og vera ráðinn í starf á vegum Faxaflóahafna til að gæta hagsmuna við byggingarreit þar sem engar framkvæmdir eru hafnar. Vera á kjörum sem gera kröfu um 15 tíma vinnu á vikur og fá fyrir það 390.000 á mánuði. Vera auk þessi í framkvæmdaráði Reykjavíkur og fleiri nefndum og fá fyrir það annað eins eða meira. Þannig að Óskar Bergsson er á hærri launum en alþingismaður frá Reykjavík og þér finnst það allt í lagi. Ef að Björn Ingi þarf að fá frí þá verður Óskar bæjarfulltrúi og þá væntanlega yfirmaður síns.
Spurning ef svona væri almennt þá væru margir atvinnulausir því að svona hugnast fáum og því kjósa þeir ekki framsókn og þvi fá þeir ekki störf þar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2006 kl. 15:00
Var að eyða hér út athugasemd frá óskráðum notanda sem gubbaði á gólfið. Vertu úti. Mun ekki standa í þessu mikið oftar, áður en ég loka kommentum á óskráða.
Pétur Gunnarsson, 14.12.2006 kl. 17:41
Sannleikanum er hver sárreiðastur enda ertu sjálfur partur af ógeðinu.
Óli (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 18:41
Eygló, illar tungur segja náttúrulega að ef maður er á höfuðborgarsvæðinu og undir sjötugu og hefur unnið fyrir framsókn, þá má efast um almenna dómgreind og þar með gerist menn illa hæfir til vinnu.
Ég er hins vegar ekki þannig innrættur, þannig að ég segi það ekki.
Finnst reyndar ekkert að því að Huxmann vinni vefi fyrir hina og þessa, enda gerir hann það vel.
Tóti (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 23:55
Iss þetta eru ekki nema 3.900.- á tímann, þegar dregin hafa verið frá öll gjöld Það er nú ekki mikið meira heldur en margur annar hefur.......
Eiður Ragnarsson, 15.12.2006 kl. 01:19
Þetta er útúrsnúningur.
bla bla (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 07:33
Flott hjá þér, ekkert að draga undan.. bara Flott.
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.