13.12.2006 | 17:18
Tveir Traustar og annar ritstjóri
Gott hjá Trausta Hafliðasyni að vera orðinn ritstjóri Blaðsins. Bestu hamingjuóskir. Trausti hefur verið fréttastjóri á Fréttablaðinu og hefur starfað þar nánast frá upphafi, kom þá af Mogganum, þar sem hann hóf störf eftir að hafa lokið mastersnámi í blaðamennsku (ekki fjölmiðlafræði) frá háskóla í Arizona. Eftir að -sme hætti á Fréttablaðinu og fór á Blaðið hefur Trausti stigið upp og orðið fremstur meðal jafningja á fréttadeild Fréttablaðsins. Brottför hans er blóðtaka fyrir Fréttablaðið. Ég hlakka til að fylgjast með hvernig hann tekst á við ritstjórastarfið. Nú starfa tveir Traustar á ritstjórn Blaðsins. Annar er ritstjóri, hinn er Hafsteinsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talandi um ritstjóra og sem ritstjóra þessa vefrits, Pétur, ég hef alltaf virt þig og þín skrif, en í Kastljósinu í kvöld var upplýst að þú værir vefstjóri á sviði Reykjavíkurborgar, ráðinn af Framsóknarflokknum fyrir vel unnin störf í fortíðinni. Hefur áður verið titlaður "kafbátapenni Framsóknar" en ég ekki viljað leggja trúnað á það. Hefur næmt fréttaskyn. En hvað með þegar þú varst ráðinn af Flokknum? Getur nokkur lagt trúnað á þig lengur? Ertu ekki skuldbundinn Binga of mikið nú þegar?
Þegar stórt er spurt...
Reynir Óskarsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 21:39
Nú bendi ég þér á færsluna hér að ofan þar sem ég útskýri það verkefni sem ég er að vinna. Ég hef aldrei falið það að ég er í Framsóknarflokknum en um það hvort ég sé hér einhver kafbátur bendi ég þér á að lesa bloggið mitt og dæma af því. Stundum hef ég tekið undir með honum, stundum lagt aðrar áherslur en hann á mál en við Björn erum vinir og oftar en ekki sammála um meginatriði. Þú verður að eiga við sjálfan þig hverju þú trúir og treystir.
Pétur Gunnarsson, 13.12.2006 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.