12.12.2006 | 19:33
Háskóli Samfylkingarinnar?
Einu sinni var Bifröst talin andleg miðstöð framsóknarmennskunnar í landinu. Að minnsta kosti þriðjungur þess þingflokks framsóknar sem kosinn var vorið 2003 var útskrifaður frá því sem einu sinni hét Samvinnuskólinn á Bifröst. Nú virðist það liðin tíð að kenna megi Bifröst við framsókn því nýr stjórnmálaflokkur hefur greinilega tekið Bifröst upp á arma sína. Það er valinn Samfylkingarmaður í hverju rúmi.
Ágúst Einarsson, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar var í dag ráðinn rektor á Bifröst, Ágúst er líka fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Aðstoðarrektor er Bryndís Hlöðversdóttir, annar fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi rektor, Runólfur Ágústsson, var frambjóðandi Þjóðvaka, sem þá var stjórnmálahreyfing en er nú Samfylkingarfélag. Fyrrverandi aðstoðarrektor var Magnús Árni Magnússon, sem um skamma hríð sat sem þingmaður frá 1998 til 1999. Fyrir hvern? Jú, Samfylkinguna. Svo er amk einn varaþingmaður sama flokks í kennaraliðinu, það er Eiríkur Bergmann Einarsson, sem er dósent, líka Birgir Hermannsson, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, þegar hann var umhverfisráðherra. Birgir er nú aðjúnkt við Háskólann á Bifröst.
Ágúst Einarsson ráðinn rektor Háskólans á Bifröst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gaman að vera á Bifröst í dag. Lífið hefur verið fjörugt í vetur þar sem upptaldir hér að ofan hafa farið gegn hvor öðrum. Síðan hætta þeir í fússi og láta ekki sjá sig aftur. Það mun koma í ljós hvort þessi skóli sé á réttri braut, hvort viðskiptafræðingar og aðrir sem í námi eru hérna og borga stór fé fyrir, fá vinnu útí samfélaginu eða hvort þeir sem koma úr HR og HÍ gangi fyrir vegna þess að þeir séu betri.
Fannar (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 22:53
Er ekki bara skortur á Framsóknarmönnum með almennilegar prófgráður... Aðrar en bréfaskólagráður.
Anonymous (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 01:43
Í hvaða flokkum eru hinir kennararnir?
Halldór Baldursson, 13.12.2006 kl. 10:07
Gárungar lýsa Bifröst þannig að það sé skóli þar sem Samfylkingarmenn kenna Framsóknarmönnum að verða Sjálfstæðismenn...
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 10:20
Veit það ekki Halldór en finnst þetta merkileg þessi staðreynd með æðstu stjórnendur skólans og tvo af helstu spindoktorum flokksins og hugmyndafræðinga að auki.
Pétur Gunnarsson, 13.12.2006 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.