11.12.2006 | 16:20
Jón Valur ver Einar K. í Washington Post
Ég hef ekki orðið var við að Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hafi tekið til varna í Washington Post í framhaldi af leiðara blaðsins Blame Iceland þar sem hraunað var yfir íslensk stjórnvöld fyrir hvalveiðar en sérstaklega fyrir að hafa komið í veg fyrir alþjóðlegt samkomulag um bann við botnvörpuveiðum á úthafssvæðum. Ekki orð frá ráðherranum en í dag er hins vegar íslenskt lesendabréf í blaðinu frá manni sem tekur upp hanskann fyrir Einar og aðra áhugamenn um botnsfiskveiðar á alþjóðlegu hafsvæði.
Það er Jón Valur Jensson - ég held hinn sami og er kunnur baráttumaður gegn fóstureyðingum og gegn auknum réttindum samkynhneigðra - sem lætur málið til sín taka á síðum heimsblaðsins í dag. Má nú með sanni segja að hann sé orðinn heimskunnur baráttumaður fyrir botnvörpuveiðum. Jón Valur segir meðal annars í sínu ágætlega stílaða lesendabréfi:
There is no reason to outlaw trawlers from Atlantic waters, causing our most valuable ships to be scrapped.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil nú bara þakka kærlega fyrir mig, lofsamleg orð og vingjarnleg. Það fór þá aldrei svo, að enginn hafi tekið eftir þessu bréfi mínu hérlendis, en fjölmiðlar virðast hafa steinþagað um það, og sendi ég þó vefslóðir á bréf mitt í Washington Post og grein mína um sama mál á Moggablogginu til allra helztu fréttastöðva blaða- og ljósvakamiðla íslenzkra. Svona er nú hægt að þegja vel um "ekkifréttir"! -- En ég þakka þér, Pétur.
Jón Valur Jensson, 17.12.2006 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.