hux

Milljarðar og prósentur

1% tekjuskattslækkun, 7% lækkun vsk á mat og veitingaþjónustu var samþykkt á Alþingi í gær. Líka hækkun barnabóta og persónuafsláttar. 22 milljarðar sem fara frá ríkinu til almennings. Milljarðar og prósentur segja mér ekki neitt. Hvað gerir þetta í vasann?

Hvers vegna er enginn að veita upplýsingar um hvað þetta þýðir í krónum og aurum fyrir mig og mína?   Ég er enginn sérfræðingur í útreikningum en mér finnst ekki fráleitt að giska á að þetta sé svona 30-40 þúsund kall á mánuði í vasann fyrir millitekjuhjón með tvö börn. En af hverju er ég að reyna að giska á þetta? Af hverju er Árni Mathiesen ekki búinn að láta embættismenn sína reikna þetta út og kynna með málinu? Er hann ekki ánægður með málið? Telur hann sér það ekki til framdráttar? 

 


mbl.is Þingfundum á Alþingi frestað til 15. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stóð ekki hækkun barnabóta til hvort sem er

Er um að ræða meiri hækkun en gert var ráð fyrir í þriðja áfanga?

Baldur McQueen Rafnsson (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 14:03

2 identicon

Þú spyrð afhverju Árni hafi ekki reiknað út hvaða áhrif þetta hefði.  Hann og hans fólk var upptekið við að reikna út hina fáránlegu verðbreytingu sem átti að verða á áfengi en verður auðvitað aldrei.  Þeir kunna að nota tímann þarna í ráðuneytinu og fara vel með skattpeningana okkar.

Baldur (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 15:40

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ég man þetta ekki alveg Baldur en mér finnst bara forvitnilegt að vita hvað þetta er í þúsundköllum á mánuði. Ef það eru 100 þúsund fjölskyldur í landinu er það 220 þúsund kall á hverja á ári en hvernig dreifist þetta? Og ég held að það hafi orðið einhver breyting, þ.e. að matarskattslækkunin sé að einhverju leyti kostuð með minni tekjuskattsbreytingum en ég man það ekki.

Örugglega rétt þetta með áfengisgjaldið, makalaust klúður og ok, kannski ekki til þess að skapa traust á þeim tölum sem frá fjármálaráðuneytinu mundu koma hvort sem er. 

Pétur Gunnarsson, 10.12.2006 kl. 16:48

4 identicon

Blessaður vertu. Lögbundin þjónusta er að hækka út um allt land. Að fara í sund verður dýrara, skólamáltíðin hækkar, biðin við kajan fer upp um 10% - skattkerfið er úrelt á Íslandi. Ríkið dregur úr þjónustu og álögum í takt - en aðrir þurfa að ná þeim inn......Ráðstöfunartekjur standa í stað - í besta falli....

Hólshreppur (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 21:03

5 identicon

Pétur minn kæri....

Ég er verkfræðingur með meðallaun sem slíkur.  Hagnaður minn af tekjuskattaafslætti ríkisstjórnarinnar er rétt tæpar 10.000 krónur.   Margfaldaðu með tveimur og þú ert 10-20.000 krónum undir mati þínu á það hvað meðalfjölskylda græðir á þessu- en ég hélt að ég væri kannski með heldur hærri laun en meðalmaður.  Ég efast um að virðisaukaskattslækkun nægi til að vega þetta upp hjá öllum þorra fólks - þó það geri það kannski hjá þeim hærra launuðum!

Þar fyrir utan má bæta við að tillögur ASÍ - sem gerðu ráð fyrir sömu heildartölum hvað varðar stöðu ríkissjóðs - hefðu þýtt að skattar mínir hefðu lækkað um heldur minna - en þá að skattar fólks með lægri tekjur en ég hefðu lækkað hlutfallslega meira.  Ég lifi ágætlega í dag og þarf ekki skattalækkun en það sama verður ekki sagt um foreldra þeirra 4.600 barna sem mælast undir fátætkarmörkum - og hafa ekki efni á að kaupa kuldastígvél og galla fyrir börnin sín.

Nei, Pétur minn - þú átt að skammast þín fyrir frammistöðu ríkistjórnar Íslands - og ekkert annað!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 21:14

6 identicon

þeir sem fá barnabætur fá hærri bætur, þeir sem greiða skatta greiða aðeins minna, matvara ætti að læka verulega í verði, ráðstöfunartekjur hækka verulega en ekki rugla aðgerðum ríkissins saman við eðlilegar verðhækkanir sem tengjast launaþróun í landinnu og svo framvegis. Emm Joð  

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 21:19

7 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Steingrímur, það gengur ekki að vinna þetta bara út frá 1% tekjuskatti, ég hélt ekki að verkfræðingar nálguðust reikningsdæmin á svona fordómafullan hátt, það er meira í þessu, barnabætur, hækkun persónuafsláttar um áramót, og matarskatturinn, það er ekki búið að berjast svo lítið fyrir honum, en auðvitað er það rétt hjá þér að hann verður kannski svona 4 þúsund kall hjá meðalfjölskyldu á mánuði. Ég vona amk að þú getir verið sammála mér um að þetta eru staðreyndir sem er gott að hafa á borðinu. Þessa ríkisstjórn má gagnrýna fyrir margt en það er engin ástæða til þess að viðurkenna ekki það sem hún gerir vel og um að gera að hafa staðreyndirnar á hreinu þegar málin eru rædd.

Pétur Gunnarsson, 10.12.2006 kl. 21:51

8 identicon

Almennt talað Pétur þá getur þú nú varla hreykt þér af frammistöðu ríkisstjórnarinnar í skattamálum.  Það finna það flestir, sem munar um hvern eyri, að skattar hafa hækkað að raunvirði á síðustu árum, persónuafsláttur/frítekjumark lækkað að raunvirði, og um leið þarf sífellt að greiða fyrir meira sem áður var "ókeypis" eða innifalið í sköttum.  Ein fyrirvinna dugir ekki til.  Vinnutíminn hefur ekki minnkað í áratugi.  Fátækt er vaxandi vandamál.  Pétur þú verður að viðurkenna ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar hefur staðið sig hörmulega á þessu sviði.  M.a.s Hannes Hólmsteinn segir hana hafa fylgt frjálshyggjustefnu.  Að kalla þessa ríkisstjórn "velferðarríkisstjórn" er argasta öfugmæli.  Hvað er það eiginlega sem þú vísar til og segir "að hún geri vel"?  Ég man í fljótu bragði bara eftir tveimur atriðum (sem þó voru ekki gallalaus og hefur þurt að breyta síðan) en það eru 90% húsnæðislánin og feðraorlofið  Þar einsog í skattamálum gagnaðist þetta mest hálaunahópunum.  Menn voru með miljlón á mánuði heima við að skeina börnin sín.

Baldur (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 14:06

9 identicon

Pétur -

Ekki rugla saman því sem ég reikna út og hvernig ég reyni að einfalda það ofan í þig. 

Ég reiknaði út minn launaseðil bæði með prósentutölunni og persónuafslættinum - og svo einnig útfærslu ASÍ.  Sá útreikningur gaf til kynna að ég  - sem svona meðalverkfræðingur - ég hélt svona heldur fyrir ofan meðallag almennt - er að græða helmingi meira á leið ríkisstjórnarinnar en leið ASÍ.  Samt þarf ég ekkert á þessum skattalækkunum að halda.  Hvað þá verðbréfaguttanir sem eru með þrisvar sinnum hærri laun en ég - og hækka meðaltalið þitt örugglega verulega upp.

Afganginn reiknaði ég svona með því að slá fingri upp í loftið – en fyrst ég hef svona gaman að því að reikna þá tók ég mig til og reiknaði dæmi sem ég bjó til að ég tel fordómalaust - en ég get náttúrulega ekki metið fordóma mína.  Þú afsakar að tölur eru kannski ekki nákvæmar - ég hef ekki endanlegan persónufrádrátt við höndina o.fl.

Manneskja með 150.000 kr. tekjur (ca. 115.000 útborgað) sem borgar 70.000 í föst gjöld sem bera ekki virðisauka, eða virðisauka sem ekki breytist, þ.e. afborganir af lánum, leikskólagjöld, bensín o.fl. á c.a. 45.000 kr  til ráðstöfunar. Sú upphæð hlýtur að fara að mestu leiti í matvörur sem áður báru 14% virðisauka.   Samtals borgaði þessi manneskja 5.526 krónur í vask og græðir því 2.376 kr. á mánuði af skattalækkunum.

Manneskja með 300.000kr. tekjur græðir sk.v. sömu forsendum að öðru leiti 11.800 - 5 sinnum meira.    Það jafnar sig kannski út þegar ég breyti lífsmunstri þessarar persónu - ég fékk út 9.500, eða 4 sinnum meira þegar ég setti inn að ég tel fordómalausar tölur (hærri tölur í húsnæði, hærri tölur í vörur sem voru áður með 24,5% vsk o.s.frv.).

Þegar við höldum áfram upp launaskalann og tölum um sambúðarfólk (dæmin að ofan voru af einstæðingum) held ég reyndar að gróðinn stoppi þar sem fólk notar tekjur sínar í auknum mæli í vörur sem munu ekki lækka (bíla, utanlandsferðir) og svo auðvitað þennan fræga sparnað.   En það er ennþá engin verkamannafjölskylda kominn upp í þessar tölur sem þú nefndir í upprunalega pistlinum.  Meðaltalið er kannski rétt – ef þú tekur með verðbréfaguttana, vini mína.

En það má snúa þessu dæmi á hvaða máta sem maður vill - settu upp dæmið á þann hátt og gefðu þér þær forsendur sem gefur þér bestu niðurstöðuna.  Þess vegna treysti ég engum "staðreyndum" - allra síst ef þær koma frá Fjármálráðuneytinu, sem hvorki kann að reikna út vaxtabætur né tekjur af áfengisgjaldi á móti virðisaukaskatti (og á meðan allir aðrir eru búnir að reikna þá út bíður fjármálaráðherra eftir að þetta komi í ljós)

En svo ég geri þetta aftur einfalt:  Ég hef ekki áhyggjur af mér - ég hef góðar tekjur - engar súpertekjur, en samt - er í fínum málum og þarf engar skattalækkanir.  Ég hef enn síður áhyggjur af  þeim sem hafa meiri tekjur en ég.  En það erum við sem erum að græða mest á þessum ráðstöfunum.

Og á meðan eru 4.600 börn sem teljast innan fátækramarka á Íslandi.  1,5% af íslensku þjóðinni - en samt eru börn ekki nema, hva, 30%?  Sem sagt 5% barna - 1 af hverjum 20 svona gróft áætlað.  Eitt í hverjum einasta bekk.
Á ekki forgangsröðunin að vera önnur?

Og ég er ekki ennþá farinn að tala um það hvað efnahagsóstjórnin étur af þessari venjulegu fjölskyldu.  Hvað var ekki framsókn og íhaldið að hækka á venjulegu fólki í borginni - að sögn vegna vísitöluhækkana...

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband