8.12.2006 | 15:56
Nýtt blað - sme og Jónas funduðu í dag - Smári á hliðarlínunni?
Hvað sem króginn verður kallaður hef ég fengið staðfest að í kringum -sme er hópur að vinna að undirbúningi að útgáfu á síðdegisblaði, lausasölublaði, sem sækir í DV-hefðina. Það er óvíst hvort þessi framhjáldskrógi Sigurjóns M. Egilssonar, sem hann átti framhjá Sigurði G. Guðjónssyni og Blaðinu, verður látinn heita DV eða eitthvað annað. Kannski DB eða NT, - nú eða eitthvað allt annað.
Upphaflega var stefnt að DV nafninu en í undirbúningsvinnunni hafa menn horfst í augu við þá staðreynd að vörumerkið DV er dautt, það dó undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sl. vetur, og á því verður ekki byggt á dagblaðamarkaði um fyrirsjáanlega framtíð.
Ég hef ekki fengið staðfestingu á því að Gunnar Smári, bróðir -sme, sé þátttakandi í þessum ráðagerðum en sennilega eru hann og fleiri, sem verið hafa tengdir 365, þarna að tjaldabaki.
En þótt Jónas Kristjánsson hafi á endanum ritstýrt DV út af dagblaðamarkaðnum hefur verið leitað til hans um þátttöku í undirbúningi þessarar nýju útgáfu. Hann er og verður gúrú -sme og DV-skólans í íslenskri blaðamennsku. Í dag sást til þeirra -sme og Jónasar sitja saman á kaffihúsinu í Iðu við Lækjargötu. Það þarf ekki mikið hugmyndarflug til að vita um hvað þeir voru að ræða.Og sjálfsagt hefur dómurinn sem féll í dag yfir Jónasi og Mikael Torfasyni líka borist í tal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SKEMMTILEGT SAMSAFN ...
Nú
Herbert Guðmundsson, 8.12.2006 kl. 16:44
SKEMMTILEGT SAMSAFN ...
Nú hittirðu naglann á höfuðið, Jónas er gúrú sme og fleiri, án þess að nokkur viti nokkru sinni hvaðan guðdómur Jónasar kemur. Er nokkur yfirleitt jafn flatur í fræðunum og hann? Samt þægilegur náungi. Og ótrúlega fjarlægur. - Kveðja, -herb.
Herbert Guðmundsson, 8.12.2006 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.