8.12.2006 | 12:29
Stormasamur skilnaður
Það kemur ekki á óvart að -sme sé að skilja við Blaðið. Það eru tveir mánuðir síðan hann tók tilboði 365 um að ritstýra DV, en bakkaði vegna þess að það hefði orðið honum erfitt að losna undan ráðningarsamningnum við Sigurð G. Guðjónsson. Þessi uppákoma benti ekki beinlínis til þess að Sigurjón ætlaði sér að vera lengi í þessu hjónabandi. Sú saga hefur verið á sveimi undanfarnar vikur að hann sé að fara að hætta. En hvað er hann að fara að gera? RÚV hefur eftir honum að það sé rangt að hann sé að fara til 365 og Denni segir að -sme hafi logið að sér í gær um að hann væri að hætta. RÚV segir líka að nýtt dagblað sé í burðarliðnum fyrir utan áform SDA og Valda um nýtt vikublað og áform Viðskiptablaðsins um fjölgun útgáfudaga.
Sme segir í viðtali við RÚV að hann sé að skilja við fríblaðaformið og hann af öllum mönnum hefur talað býsna óvirðulega um fríblöð á eigin bloggi undanfarna daga. Í mínum huga er enginn vafi á því að ef- sme er að fara að gefa út eitthvað blað þá er það lausasölublað í anda DV, eins og það var.Ég tel mig þekkja hann nógu vel til að vita að í huga hans er DV á sínu blómaskeiði hið sanna viðmið í blaðamennsku. Eru einhverjir auðmenn að setja pening í að stofnsetja frá grunni nýtt blað í þeim anda? Hinn möguleikinn er að -sme ætli sér enn þá, eins og í október, að verða þátttakandi í einhvers konar endurreisn DV á dagblaðamarkaði. Ég veðja á að svo sé. Það kemur í ljós.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.