7.12.2006 | 10:41
Lyfjamál, menntamál og ferðamál
Staksteinar taka Jakob Fal Garðarsson talsmann frumheitalyfjafyrirtækja á beinið í dag en Jakob lítur ekki svo á að lyfjafyrirtækin séu að markaðssetja framleiðslu sína þegar þau kosta alls konar uppákomur á vegum læknafélaga heldur séu þetta einhvers konar framlög til menntamála þjóðarinnar, tilkomin af illri nauðsyn vegna vanrækslu ríkisvaldsins.
Af þessu tilefni rifjast upp fyrir mér saga sem kunningi minn úr læknastétt sagði mér fyrir nokkrum árum af samskiptum við lyfjafyrirtækin. Það var haldin ráðstefna eða fundur á vegum lyfjafyrirtækis til þess að kynna nýtt og voða fínt lyf. Í lok samkomunnar var tilkynnt að sá læknir úr hópi viðstaddra sem yrði duglegastur við að ávísa þessu undrameðali næstu mánuðina mundi fá hálfsmánaðar utanlandsferð fyrir sig og fjölskyldu sína í verðlaun. Kunningi minn fór hjá sér og varð staðráðinn í því að láta hafa sig ekki að fífli með því að fara að ota þessari vöru að sjúklingum sínum umfram aðrar. Trúlega var svo um flesta kollega hans en einhver þeirra fór nú samt í ferðina góðu með konu og börn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning