hux

Orð og morð

Orð eru ágæt, orðhengilsháttur getur líka verið ágætur, sem samkvæmisleikur. En orðhengilsháttur um hvort það skipti einhverju máli hvort menn tali um það ástand sem nú ríkir í Írak sem borgarastyrjöld, civil war, eða átök trúarhópa, sectarian conflict, er bara andlaust kjaftæði og hefur ekkert með ástandið í Írak að gera, það hvorki versnar né batnar við það hvort orðið verður ofan á í samkvæmisleiknum. Getur e.t.v. skipt máli í kennslubókum í stjórnmálafræði eða sagnfræðiriti og þá í einhverju fræðilegu samhengi - nú eða í einhverju dómsmáli - en að því slepptu er þetta bara smekklaus brandari. Samkvæmisleikur þessi er nú stundaður víða, sérstaklega í Bandaríkjunum en þar stjórna menn sem eru mjög góðir í orðhengilshætti og því að hafa stjórn á fréttaflutningi en virðast ráða illa við flest önnur verkefni sem þeir hafa færst í fang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband