hux

Hvað kostar sjálfsvirðingin?

Þorsteinn Pálsson skrifar enn einn athyglisverðan leiðarann í Fréttablaðið í dag í framhaldi af þeim gleðifréttum að samningar séu að komast í gang um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna. Þorsteinn segir réttilega að hér hafi menn aldrei rætt það hvað varnir landsins megi kosta. Ekki hefur einu sinni verið kallað eftir opinberum upplýsingum um hvaða áhrif það hefði haft á kostnað við aðild að NATÓ að ganga ekki til nýrra samninga við Bandaríkjamenn.

Það eru auðvitað fyllsta ástæða til þess að fjalla um þetta mál, þ.e. ef menn vilja ganga uppréttir og reka hér utanríkisstefnu á eigin forsendum. Hin hernaðaróðu Bandaríki vörðu sýnist mér um 4,7% sinnar landsframleiðslu til hermála árið 2005 en voru í um 3% árið 2000, sem er svipað hlutfall og Bretar vörðu til málaflokksins árið 2004. Norðmenn voru með 2,5% árið 1995. Japanir nota 1% af GDP í varnir. Þessar upplýsingar hefur Google útvegað mér úr ýmsum áttum. Setjum sem svo að Íslendingar verji 1% af landsframleiðslu til varnarmála, eru það ekki um 10 milljarðar? Það mætti segja mér að menn spari sér að minnsta kosti þá upphæð nú þegar með þeim ömurlega málamyndagerningi sem nýi varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn er. Það er spurning hvað menn eru tilbúnir að greiða fyrir það að losna úr stöðu aftaníossa Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi og vera menn til þess að reka sjálfstæða utanríkisstefnu á eigin forsendum. Í mínum huga er það hluti af uppgjörinu við Íraksstríðið að ræða þetta opinskátt. En auðvitað er það ekki draumaviðfangsefni stjórnmálamanna á kosningavetri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband