hux

Handhafi ákæruvaldsins

Fréttablaðið fjallar í dag um þær mannabreytingar sem verið er að gera hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, ríkislögreglustjóra og saksóknara og hafa það væntanlega fyrst og fremst að markmiði að auka trúverðugleika efnahagsbrotadeildarinnar. Þarna er búið að setja í gang kapal sem ganga mun upp á næstu mánuðum, þá verður Jón H. Snorrason orðinn aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Áhugaverðum spurningum er enn ósvarað: Fyrir nokkrum dögum varð Bogi Nilsson ríkissaksóknari 66 ára. Lögmenn hafa undanfarin misseri verið að spekúlera í því hver eigi að verða eftirmaður hans, en allar líkur voru taldar á að hann léti af embætti og leyfði Birni Bjarnasyni að skipa arftaka sinn fyrir lok þessa kjörtímabils. Þannig var staðan amk áður en loftið fór að leka úr Baugsmálinu.

Í upphafi Baugsmálsins var staða Jón H. Snorrasonar slík að nafn hans bar á góma þegar rætt var um næsta ríkissaksóknara. Hann er ekki lengur í þeirri stöðu. Þess í stað vænta menn nú þess að arftaki Boga Nilssonar verði sóttur út fyrir kerfið og þá annað hvort í raðir dómara eða starfandi hæstaréttarlögmanna. Margir eru þar til nefndir en það nafn sem mér finnst athyglisverðast er Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, sem hefur verið áberandi sem verjandi í sakamálum, nú síðast sem verjandi Jóns Geralds Sullenbergers. Brynjar hefur gert talsvert af því að láta í té álit á málum í fjölmiðlum og hefur gert það af skynsemi og yfirvegun og er greinilega ekki bundinn á klafa neinna fylkinga. En það sem enginn veit er hvort fararasnið er á Boga Nilssyni eða hvort hann ætlar sér að gegna embætti lengur en talið var áður en Baugsmálið fór í þann farveg sem það nú er í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband