hux

Of mikið forskot

Það er fyrst og fremst tvennt sem mér finnst að mætti breyta í þessu RÚV-frumvarpi. 1. Það er fáránlegt að ríkið fari að ryðjast með sitt afl inn á örsmáan og viðkvæman markað fyrir auglýsingar á netinu eins og núgildandi útgáfa leyfir.

2. Kostunin. Það þarf að taka á henni, ég vil banna kostun í RÚV, hún þurrkar út eðlileg mörk efnis og auglýsinga og á ekki heima í almannaþjónustuútvarpi. Við þær þröngu aðstæður sem stofnunin hefur búið undanfarin ár hefur hún nýtt sér möguleika kostunar út í ystu æsar. Mér hefur sýnst að hún hafi jafnvel rutt brautina inn á nýjar og ósmekklegar leiðir í kostun, ekki síst á Rás 2. Ég hef heyrt sögur af því sem þeir, sem gefa út tónlist og standa fyrir viðburðum, láta bjóða sér í samskiptum við almannaútvarpið til þess að þeir geti hjálpað því að sinna menningarhlutverki sínu. Það væri athyglisvert að sjá og heyra einhverja úr þeim bransa lýsa reynslunni af samskiptum við ríkið á því sviði.

Mér finnst líka æskilegt fyrir auglýsingamarkaðinn og sjónvarpsáhorfendur að setja fast hlutfall um hámark auglýsinga sem birta megi í miðlum RÚV, t.d. fastan mínútufjölda á klukkustund. Að því sögðu skil ég að útvarpsstjóri sé spenntur að fá þetta frumvarp samþykkt. Það mun leysa hann úr spennitreyju og binda enda á þá uppdráttarsýki sem stofnunin hefur glímt við undanfarin 15 ár. En það verður að setja afli ríkisins á fjölmiðlamarkaði skorður. Forskotið er of mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband