hux

Mistök dagsins

Einhver vandræðalegustu mistök sem ég hef séð í íslensku blaði eru gerð í Fréttablaðinu í dag. Blaðamaðurinn Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar þar viðtal við Dofra Hermannsson, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar og varaborgarfulltrúa, um þá erfiðu stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í vegna ófullnægjandi úrræða fyrir börn á frístundaheimilum ÍTR.

Hugrún lætur vera að geta þess að þessi ungi fjölskyldufaðir er atvinnustjórnmálamaður. Þess í stað leyfir hún honum að skrúfa frá krana og gagnrýna þann meirihluta sem tók við stjórnartaumum í Reykjavíkurborg í sumar. Hún lætur þess ekki einu sinni getið að fjölskyldufaðirinn ungi er varaborgarfulltrúi og í raun einn flutningsmanna þeirra tillagna sem Hugrún kynnir í fréttinni. Hún blekkir lesendur blaðsins, hún sér þeim ekki fyrir þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er og eðlilegt að liggi fyrir við mat á þessu efni.

Verst er að við vinnslu fréttarinnar á blaðinu tókst ekki að koma í veg fyrir að þessi pólitíski áróður Hugrúnar rataði á síður blaðsins og alla leið heim til lesenda. Þar eru mistökin, hins vegar er óhugsandi annað en að einbeittur áróðursvilji búi að baki skrifum Hugrúnar. Ég efast ekki eitt andartak um að Fréttablaðið muni biðja lesendur sína velvirðingar á þessari pólitísku misnotkun á fréttasíðum blaðsins í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband