26.11.2006 | 17:11
Tímabært uppgjör
Jón Sigurðsson átti líka fínan leik á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, miðað við þær fréttir sem ég hef haft af honum. Auðvitað réði afstaða Íslands engum úrslitum um innrásina og listinn margumræddi var einhliða bandarísk uppfinning en þeirri afstöðu sem íslensk stjórnvöld tóku fylgir þung siðferðileg og pólitísk ábyrgð og óhjákvæmilegt að málið sé rætt í þaula.
Þessi innrás var byggð á lygum um gereyðingarvorp á borð við þær sem Colin Powell flutti frammi fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Vísvitandi lygum eins og þeim sem Cheney og félagar hans reyndu hvarvetna að koma á framfæri um ímynduð tengsl Íraks við Al Qaeda. Ranghugmyndum eins og þeim að Tony Blair væri trausts verður. Án þess trausts sem íslensk stjórnvöld báru til stjórnvalda nánustu bandalagsríkja Íslendinga í alþjóðamálum um áratugaskeið hefði afstaðan orðið önnur, það vita amk þeir sem þekkja hug Halldórs Ásgrímssonar til málsins. Þetta traust misnotuðu Bandaríkjamenn sér enda er það nú að engu orðið.
Aðferðin sem Halldór og Davíð Oddsson viðhöfðu við ákvörðunina var amk pólitísk mistök og svo afdrifarík að nauðsynlegt er að tryggja með löggjöf að sambærilegar ákvarðanir fái vandaðri meðferð í framtíðinni. Hins vegar er auðvitað borin von að lýðskrumarar eins og Össur Skarphéðinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson leggi skerf til málefnalegrar umræðu um þau mál.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning