hux

Undur og stórmerki

Muna menn önnur dæmi þess að forystumaður í stjórnmálaflokki blandi sér í prófkjörsbaráttu með líkum hætti og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir á bls. 4 í Morgunblaðinu í dag? Þótt ekki sé um jafnafdráttarlausar yfirlýsingar að ræða - og forsagan önnur og óljósari - er helst að þessu megi jafna til þess þegar Geir H. Haarde kvartaði undan "aðförinni að Birni Bjarnasyni."

Dæmi: "Þorgerður tekur fram að hún telji þýðingarmikið að konur séu ekki eingöngu í baráttusætum heldur líka í öruggum þingsætum. [...] Við erum með konur sem hafa sýnt það og sannað að þær geti verið öflugir talsmenn flokksins og því tel ég að við eigum að styðja við þær eins og við höfum stutt við karlmenn sem verið hafa öflugir talsmenn flokksins."

Mér finnst ómögulegt að túlka ummæli Þorgerðar öðru vísi en sem beina stuðningsyfirlýsingu við Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformann, í harði baráttu hennar við Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra og andstæðing Þorgerðar í varaformannskjöri á síðasta landsfundi, og Þorvald Ingvarsson, lækni og formann sjálfstæðisfélagsins í bænum.

Ummælin, sem ég vitna til, verða ekki túlkuð sem almenn hvatning til þess að styðja konur eftir ómaklega útreið Drífu Hjartardóttur í prófkjörinu á Suðurlandi. Spurning hvort Arnbjörgu sé í raun styrkur að þessum yfirlýsingum varaformannsins eða hvort þetta hafi bara á sér blæ örvæntingar á síðustu metrum baráttunnar? Og eins og með átökin í Norðvesturkjördæmi vaknar auðvitað spurningin hvort skipti meira máli að styðja Arnbjörgu eða halda aftur af Kristjáni Þór, sem hefur verið Davíðs- og frjálshyggjumegin í flokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband