hux

Hver fer í fötin hans Halldórs Blöndal?

Hvernig fer slagurinn um 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi? Fyrirfram skyldi maður ætla að Kristján Þór Júlíusson ætti að vinna þetta. Hann hlaut 36,3% atkvæða í varaformannskjöri á landsfundi fyrir rúmu ári. Það var sagt sl. haust að stóran hluta af fylgi sínu í varaformannskjörinu ætti hann að þakka því að frjálshyggjumenn hefðu kosið hann í stríðum straumum til þess að koma til skila táknrænni andstöðu við upphefð Þorgerðar Katrínar, þetta hafi ekki verið raunveruleg mæling á hann sjálfan.

Arnbjörg Sveinsdóttir hefur verið vaxandi þingmaður, orðin mjög reynd og starfar nú sem þingflokksformaður. En reynsla sjálfstæðiskvenna af prófkjörum hefur ekki verið of góð undanfarnar vikur.

Svo er það Þorvaldur Ingvarsson, sem er Reykvíkingur eins og Halldór Blöndal. Hann er formaður Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og framboð hans bendir til þess að ekki sé einhugur um Kristján Þór meðal sjálfstæðismanna í bænum. Mér er sagt að hann njóti velvildar Halldórs Blöndal og hans manna í þessum leiðangri. Þorvaldur er lækningaforstjóri FSA, dósent við læknadeild HÍ og væri ný tegund af stjórnmálaleiðtoga frá Akureyri. Hann fylgir framboði sínu úr hlaði á heimasíðu sinni meðal annars með þessum orðum: "Undanfarið ár hafa orðið miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum undir traustri stjórn Geirs Haarde. Ferskir vindar blása um flokkinn, nýtt fólk er að kveða sér hljóðs með nýjar áherslur í atvinnu-, mennta-, heilbrigðis- og umhverfismálum. Ég er meðal þeirra." Athyglisverð yfirlýsing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband