hux

Gróði dagsins

Auglýsingahlutfallið í Blaðinu í dag er svívirðilega hátt. Örugglega arðbærasta tölublað frá upphafi. Maður sá stundum svona hlutfall í Fréttablaðinu meðan prentsmiðja Ísafoldar var lítil og vandkvæðum bundið að breyta stærð blaðsins í takt við flóð og fjöru í auglýsingasölunni. En þetta hélt ég að væri ekki vandamál hjá prentsmiðju Moggans. Þannig að líklega er þetta bara meðvituð ákvörðun um það að græða alveg ofboðslega á blaðinu í dag og selja villt og galið á vinstri síðurnar. Enda fór það svo að ég fletti í gegnum allt blaðið án þess að staldra nokkurs staðar við nema á leiðaraopnunni. Það er vandrataður meðalvegurinn í þessu og kannski eðlilegt að menn missi sig aðeins þegar þeir eru komnir í svona rífandi eftirspurn. Vona að auglýsingadeildin nái jafnvægi fljótlega, maður hættir að nenna að fletta blaðinu ef fréttirnar fá ekki sæmilegt rými.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband