hux

Hégómi

Líklega er það rétt sem bent er á hér í kommentum og hjá Guðmundi Magnússyni að Samfylkingin verður að una við það að Valdimar L. Friðriksson hlaupi fyrir borð. Hér er bréfið þar sem Ásgeir Friðgeirsson segir af sér sem varaþingmaður og virðist orðalagið það afdráttarlaust að hann á vart afturkvæmt. Ég veit hins vegar að einhverjir félagar Valdimars skynjuðu að hverju dró undanfarna daga og gerðu ráðstafanir til þess að kanna hvort mögulegt væri að sparka honum bara af þingi og fá Ásgeir inn í staðinn.

Allt um það er þetta einstakt mál. Valdimar var annar varaþingmaður og komst inn á þing á miðju kjörtímabili þegar 1. varamaðurinn sagði sig frá starfinu. Eftir útreið Valdimars í prófkjörinu hefur hann látið hégóma sinn teyma sig út í það að ætla að mynda eins manns gengi inni í þinginu fram á vor. Þetta er sá árstími á kosningavetri þegar hégómi fallkandídata í prófkjörum er allsráðandi, það eru særð egó að sleikja sár í öllum landshlutum, eftir að hafa orðið fyrir höfnun kjósenda. Sumir ná að horfa í spegil og horfast í augu við stöðuna eins og hún er, aðrir æða áfram af hóflausum persónulegum metnaði. Auðvitað er höfnunin sár en fáum í þessari stöðu hef ég eins litla samúð með og téðum Valdimar. Honum var ekki hafnað í prófkjöri vegna þess að störf hans voru umdeild heldur vegna þess að enginn vissi hver hann var og hvað hann stendur fyrir. Hann fékk tækifærið en notaði það bara ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband