hux

Spádómar og sleggjudómar

Hér var spáð rétt um fyrstu fjögur sætin í prófkjörinu hjá framsókn í Norðvestur. Við prófkjörið fjölgaði á félagaskrá um ca. 500 manns, einkum fyrir tilverknað stuðningsmanna Herdísar Sæmundardóttur og Kristins H. Gunnarssonar.

Á kjörskrá í NV-kjördæmi í síðustu þingiskosningum voru 21.220 manns. Framsókn hlaut 21,7% fylgi sem var slakasta útkoman á landsvísu. Flokknum voru greidd rétt rúmlega tvisvar sinnum fleiri atkvæði en nemur skráðum félögum. Í Kraganum var þetta hlutfall u.þ.b. sex atkvæði fyrir hvern flokksmann.

Að loknu prófkjöri nú eru 2.552, eða um 11,9% kjósenda í Norðvesturkjördæmi, flokksbundnir framsóknarmenn. Það væri afhroð ef fylgi í kosningum færi undir tvö atkvæði fyrir hvern flokksmann. Ef atkvæði haldast umfram það lágmark ætti Herdís Sæmundardóttur að vera örugg á þing í vor og eðlilegt að líta á að þriðja sætið sem baráttusæti.

Það má halda því fram að það breikki ásýnd Framsóknarflokksins í kjördæminu og á landsvísu að hafa Kristin í 3ja sæti. Hins vegar staðfestir niðurstaða prófkjörsins að ýmis sjónarmið sem Kristinn hefur haldið á lofti eru utan við meginstrauma í flokknum. Það á ekki að þurfa að koma á óvart. Össur spáir því að Kristinn leiti nú yfir til frjálslyndra. Eftir málflutning frjálslyndra í málefnum útlendinga held ég að það sé afar ólíklegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband