hux

Nýjustu tölur frá Borðeyri

Það skýrist margt í Norðvesturkjördæmi þessa helgi. Framsóknarmenn bíða spenntir eftir úrslitum prófkjörsins í kvöld. Þá fæst loks mæling sem flokksmenn hafa lengi beðið eftir. Hvaða hljómgrunn eiga sjónarmið Kristins H. Gunnarssonar raunverulega meðal flokksmanna í kjördæmi hans?

Stuðningsmenn Kristins og Magnúsar Stefánssonar virðast sigurvissir og báðir tala eins og þeir telji að sinn maður sigri með um það bil 60% atkvæða. Það gengur ekki upp, þarna eru einhverjir of bjartsýnir. Talsverð þensla hefur verið á flokksskránni fyrir prófkjörið og um 500 nýir framsóknarmenn hafa verið skráðir í kjördæminu undanfarnar vikur. Þar með eru skráðir framsóknarmenn í Norðvestur líklega komnir vel yfir 10% af kjörskránni. Mér er sagt að stærstur hluti nýskráninga sé í Skagafirði.

Ef það er rétt boðar það tæplega gott fyrir Kristin, það má segja að Skagafjörður hafi verið höfuðból andstæðinga hans innan flokksins. Ég veit það ekki en mér þykir líklegast að þessum skráningum sé mörgum beinlínis teflt gegn Kristni og að þær gagnist fyrst og fremst Magnúsi og Herdísi Sæmundardóttur, Sauðárkróki, sem sækist eftir 2. sætinu.

Ég veit ekki hvort það er gálgahúmor eða bara genetísk framsóknarmennska að láta telja atkvæðin úr prófkjörinu á Borðeyri og að ætla sér ekki að birta tölur fyrr en undir miðnætti en þannig er fyrirkomulagið allavegana. En hér kemur spá:

1. Magnús Stefánsson
2. Herdís Sæmundardóttir
3. Kristinn H. Gunnarsson
4. Valdimar Sigurjónsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband