hux

Hvenær er frétt?

Ef einhver þarna úti hefur bara lesið frétt Moggans á bls. 4 í dag um málefni rektors á Bifröst get ég upplýst viðkomandi um að aðrir fjölmiðlar hafa greint frá því að málið snúist um það að rektor er sagður standa fyrir veisluhöldum sem keyri úr hófi, eiga í ástarsambandi við nemanda á fertugsaldri og hafa veðjað meira en 200 þúsund krónum við nemanda í skólanum.

Ég er að færa þetta í tal af því að maður fær bara engan botn í málið í frétt Moggans. Það má færa gild rök fyrir því að fjalla ekki um nafnlaus kærumál sem hafa á sér blæ rógsherferðar. En ef málið er tekið upp í fréttum hins virðulega fjölmiðils á annað borð finnst mér nauðsynlegt að búa þannig um hnúta að lesendur viti um hvað málið snýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband