hux

Að svara með þögninni

Hafa Sjálfstæðisflokknum borist úrsagnir í kjölfar þess að Árni Johnsen hreppti 2. sætið í prófkjörinu í Suðurkjördæmi og hefur síðan rætt um 22 hegningarlagabrot sem tæknileg mistök? Þessarar spurningar spyr blaðamaður Morgunblaðsins Andra Óttarsson, framkvæmdastjóra flokksins í frétt sem birt er á bls. 4 í blaðinu í dag. Svar Andra er þetta: Ég vil ekki tjá mig um málið.

Einmitt. Gefum okkur að engar úrsagnir hafi borist í kjölfar kosningar Árna og yfirlýsinga hans. Hefði Andri þá einhverja ástæðu til þess að víkja sér undan því að svara spurningunni? Ég held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband