14.11.2006 | 09:21
Fórnarlömb dagsins
Eins og kunnugt er hafa fordómar fylgt Frjálslynda flokknum allt frá upphafi. Flokknum hefur verið núið upp úr því að stofnandi hans hafi verið útbrunninn fyrirgreiðslupólitíkus sem settur hafi verið yfir viðskiptabanka í ríkiseigu sem hann hafi rekið þráðbeint á hausinn. Helstu afrek stofnandans séu á sviði laxveiða.
Þá hafa þeir fordómar mætt Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni flokksins, að hann sé lifandi sönnun atgervisflóttans af landsbyggðinni. Hins vegar er ekki ágreiningur um það að Sigurjón er sundmaður góður. Ólafur F. Magnússon, foringi flokksins í Reykjavík, hefur mætt þeim fordómum að hann sé svo sótthræddur að honum sé nánast um megn að sinna læknisstörfum sínum. Svona mætti lengi rekja þá fordóma sem frjálslyndir hafa mætt hjá þjóðinni. En nú ætla þeir að berjast á móti. Í gær kom miðstjórn flokksins saman og samþykkti ályktun þar sem mótmælt er þeim fordómum sem Frjálslyndi flokkurinn mætir hjá þjóðinni.
Til þess að menn geti kynnt sér víðsýni og frjálslyndi frjálslyndra og látið af fordómunum læt ég hér fylgja slóð á ritsafn Sverris Hermannsonar í gagnasafni Morgunblaðsins, einnig slóð á þingræður Sigurjóns Þórðarsonar.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536815
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning