hux

Ekki er sopið kálið

Andrés Magnússon er Vesturbæjaríhald af gamla skólanum, sjálfstæðismaður frá blautu barnsbeini, virkur þátttakandi á landsfundum og víða á ferð í baklandi flokksins í meira en tvo áratugi.

Hann segir þetta um sigur Árna Johnsen í Suðurkjördæmi: Hvaða úræði koma til greina til þess að stöðva framboð Árna Johnsen í nafni og skjóli Sjálfstæðisflokksins? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þarf Miðstjórn flokksins að staðfesta framboðslista, svo að hann verði boðinn fram í nafni flokksins. En er hún líkleg til stórræða? Miðstjórnin lét gott heita að stórfellt prófkjörssvindl átti sér stað í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar, svo menn geta varla vænst myndugleika úr þeirri átt. Ekki virðast meiri töggur vera í framkvæmdastjórn flokksins. Og hvað? Á maður að lifa í voninni um að Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja víki Árna úr félaginu og þar með flokknum?

Stefán Friðrik Stefánsson er líka eðalsjálfstæðismaður norður á Akureyri og öflugur bloggari. Hann segir þetta um útkomu Árna: Endurkoma Árna í stjórnmálin er umdeild. Mér líkar ekkert alltof vel þessi endurkoma, hreint út sagt. Þetta á eftir að verða umdeilt að flestu leyti. En flokksmönnum í Suðurkjördæmi gafst færið á að kjósa og ekki betur hægt að sjá en að þeir vilji Árna aftur í fremstu víglínu hjá sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband