hux

Kjördæmi kvenna

Sjálfstæðisflokkurinn fær sterkan lista út úr prófkjöri sínu í Kraganum. Þorgerður, Bjarni og Ármann eru öflugir frambjóðendur og einnig Ragnheiður Elín í 5. sæti. Jón Gunnarsson, hvalveiðiáhugamaður og björgunarsveitarforingi fær þingsæti. Er þetta ekki hans þriðja tilraun? Í sex efstu sætum er kynjahlutfallið jafnt. Allt líkleg þingsæti. Það eru tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Það stefnir í að Kraginn verði kvennakjördæmið mikla, þaðan sýnist mér að gætu komið sjö þingkonur í vor. Þorgerður Katrín, Siv hjá Framsókn og líklega Katrín Jakobsdóttir hjá VG verða þar foringjar og eiga við nýliðann Gunnar Svavarsson, oddvita Samfylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband