hux

Upprisur og föll

Össur: Það má því segja að síðasta hálfa áratuginn hafi Samfylkingin bæði hafið mig til himna, féllt mig til heljar, og nú veitti hún mér upprisu í annað sinni.

Mér sýnist að Össur og Björn Ingi séu búnir að segja flest sem þarf um prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík en ég ætla að bæta örlitlu við. Ég hafði talið að Steinunn Valdís yrði sterkari. Hún nýtt vel það tækifæri sem henni gafst sem borgarstjóri. En fáir tóku þátt í þessu prófkjöri og fyrst og fremst flokkskjarninn. Í þeim hópi hefur Steinunn líklega goldið þess að hún hefur víst verið lítið sýnileg í flokksstarfinu. Það gaf henni borgarstjórastólinn á sínum tíma að samstarfsmenn hennar í Reykjavíkurlistanum töldu ólíklegt að með því væru þeir að ala upp nýjan leiðtoga fyrir Samfylkinguna eins og gert hefði verið áður með Ingibjörgu Sólrúnu. Í dag virðist það mat hafa verið réttmætt.

Ágúst Ólafur rak góða prófkjörsbaráttu, auglýsti talsvert en beitti sér af mestum þunga inn í flokkinn. Hann náði að undirstrika mikilvægi þess að varaformaðurinn fengi góða niðurstöðu og að uppskera fyrir þær áherslur sem hann hefur lagt á þessu kjörtímabili á kynferðisbrot og önnur mál. Með þessu prófkjöri er hann orðinn fullmegtugur varaformaður og þarf ekki lengur að búa við glósur vegna landsfundarins þar sem hann náði kjöri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband