11.11.2006 | 10:19
Ellismellur dagsins
Sverrir Hermannsson fær enn eina rammagreinina birta eftir sig í Mogganum í dag. Eins og jafnan er kallinn orðljótari en aðrir menn og eys úr sér gusunum þannig að best er að forða sér á hlaupum. Sverrir er maðurinn sem stofnaði Frjálslynda flokkinn. Það er sennilegasta einhver ótrúlegasta vending í stjórnmálasögunni að kallinum hafi tekist að skapa um sig samúðarbylgju eftir að hann var rekinn úr stóli bankastjóra Landsbanka Íslands.
Eftir á að hyggja er það kannski einhver bestheppnaða hagstjórnaraðgerð undanfarins áratugs að reka Sverri Hermannsson, Björgvin Vilmundarson og Halldór Guðbjarnarson úr Landsbankanum. Í höndum þeirra var bankinn á hvínandi kúpunni og eilífar fréttir voru um tap bankans á hinu og þessu. Svo voru þessir kallar reknir, og pólitísku kommisararnir í Búnaðarbankanum líka og bankarnir settir í hendurnar á mönnum sem kunna að reka banka. Síðan hefur allt verið hér á fleygiferð í efnahagslífinu.
Þannig að í þessu ljósi er sennilega best að vera bara þakklátur fyrir þau atvik sem urðu til þess að Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður, jafnskondin og þau voru á sinni tíð. En það er náttúrlega eins og út úr absúrdleikriti að Sverri, sem byggt hafði áratugalangan feril sinn á að útdeila almannafé til pólitískra vildarvina, skyldi ná að stofna um sig einhvers konar siðbótarflokk.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536815
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning