8.11.2006 | 23:22
Talsmaður neytenda ekki í framboði
Gísli Tryggvason, sem kosinn var í 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Kraganum um síðustu helgi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á listanum. Gísli stefndi upphaflega á 2. sæti. Í yfirlýsingu, sem barst rétt í þessu, segist Gísli ekki hafa náð því markmiði sem hann stefndi að með framboði sínu. Hann hafi fallist á að taka 4. sæti listans þegar honum bárust áeggjanir þess efnis á kjördæmisþinginu sjálfu.
Að nánar athuguðu máli, og að fengnum óháðum lögfræðiálitum, telji hann að ekki leiki vafi á því að framboð til Alþingis væri ósamrýmanlegt óbreyttum störfum talsmanns neytenda. Því hafi hann ákveðið að taka ekki 4. sætið en einbeita sér þess í stað að embættinu. Hann segir þessa niðurstöðu fengna í fullri sátt við oddvita listans, Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra.
Fyrir Alþingi liggur fyrirspurn, sem Magnús Þór Hafsteinsson lagði fram á mánudag og beindi til Jón Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Spurningin er svohljóðandi: Telur ráðherra það samræmast starfi talsmanns neytenda á Íslandi að sá sem því gegnir sé í framboði fyrir stjórnmálaflokk til Alþingis? Nú þegar ákvörðun Gísla liggur fyrir er væntanlega ekki lengur þörf á að ræða málið á Alþingi.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning