hux

Þættinum hefur borist bréf

Bréfritari er Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar sem gerir grein fyrir sinni hlið á samtali sínu við Sigurjón M. Egilsson. Bréfið er í lengra lagi en hér eru feitustu bitarnir:


"Blessaður Pétur!
Þú fjallar á ágætri bloggsíðu þinni um samtal mitt við ritstjóra Blaðsins í gær og lýsir yfir einlægum áhuga á samtalinu. Mér er ljúft og skylt að sinna því enda hlynntur samræðum eins og félagar mínir í Samfylkingunni. Samtal okkar Sigurjóns fjallaði um lítið smáatriði sem tengist Blaðinu og reyndar nokkuð persónulegt. Nú þarf ég að tala varlega því málið snýst um fjarstaddar persónur sem ég þekki lítið og get því ekki farið út í smáatriði. En ég læt nægja að segja að málið snúist um spennu og ástríður, óendurgoldna ást og lofsöng sem stundum fer vandræðalega yfir strikið.

[...] Tvennt kemur fram í máli Sigurjóns sem ber vott um verulegan misskilning. Annars vegar kveður hann mig hafa pantað hrókeringar á ritstjórn Blaðsins og hins vegar hótað aðgerðum ef menn létu ekki svo lítið að afgreiða pöntunina. Hvort tveggja er skemmtilegt en því miður fjarstæðukennt. Ég er nú ekki svo stórtækur að ég gangi um og panti hrókeringar hjá fjölmiðlum eða yfirhöfuð nokkrum aðilum í þessu þjóðfélagi enda væri það fullkomlega út í hött.

[...] Ég get því fullvissað Sigurjón um að Samfylkingin mun ekki grípa til neinna aðgerða gegn Blaðinu umfram það að lesa það auðvitað – sem varla flokkast undir fréttnæm athafnastjórnmál.

[...] Láttu svo vita ef þú vilt að við Sigurjón höfum þig á ‘speakernum’ í næsta spjalli.
Bestu kveðjur
Skúli Helgason."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband