hux

Kosninganótt framundan

Ég verð á fótum fram á nótt að fylgjast með úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum. Ætla fyrst og fremst að sækja fréttir á vefinn, en horfi á gervihnattasjónvarpið með öðru auganu. Talkingpointsmemo er besta blogg sem ég les. Stofnendur Daily Kos og MyDD eru feður "the netroots" hreyfingarinnar sem felldi Lieberman í forkosningunum og hefur átt mikinn þátt í að endurlífga Demókrataflokkinn og fókusera andstöðuna við Bush-stjórnina. Þeir eru allir með puttann á púlsinum og örugglega oft og iðulega langt á undan sjónvarpsstöðvunum með tölur. Huffington Post er með aðgengilegt fréttayfirlit og vel uppfært, sömuleiðis Raw Story.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband