hux

Sigurvegarar og aðrir viðstaddir

Sigri Björgvins var spáð hér og nú getur spámaður minn líka tekið gleði sína eftir hrakfarir í Kraganum enda hafa spárnar að öðru leyti gengið eftir í meginatriðum. Hann var með 5. efstu í Suðurlandi rétt en víxlaði röðinni á Jóni og Ragnheiði í 4. og 5. sæti.

Það kom líka á daginn að framboð Róberts klauf Eyjafylgið og virðist hafa tryggt Björgvin sigurinn. Þetta er annað áfallið á rúmu ári sem ferill Lúðvíks verður fyrir, fyrst tapaði hann fyrir Ágústi Ólafi í varaformannskjöri, nú tapar hann í prófkjöri fyrir Björgvin. Það hlýtur þó að veikja stöðu þessa lista að yfir honum grúfir sá dómur Lúðvíks að Björgvin hafi ekki næga reynslu til að takast á við ráðherrastörf.

Lúðvík og Jón Gunnarsson fóru snemma af kosningavökunni en Jón mun líka þurfa að víkja úr 5. sætinu fyrir konu vegna reglna um 40% kynjahlutfall í fimm efstu sætunum.

Ingibjörg Sólrún harmaði úrslitin í Norðvestur og Suðvestur en segir að fáar konur hafi verið í framboði í Suður og að það verði að sæta úrslitunum. Össur er hins vegar væntanlega kátur með þessi úrslit eins og í hinum landsbyggðarkjördæmunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband