hux

Sökudólgur fundinn

Egill Helgason á ekki upp á pallborðið hjá femínistum eftir að hafa neitað að taka almenna ábyrgð á nauðgunum vegna kynferðis síns. Á póstlista feminista fær Egill það óþvegið fyrir þessi ummæli og nú er hann líka orðinn ábyrgur fyrir rýrum hlut kvenna í stjórnmálum almennt og kannski líka því að Þórunn tapaði með um 40 atkvæðum fyrir Gunnari Svavarssyni í Kraganum. Á póstlista femínista segir:

"Egill er þar með ekki bara að halda sig við það að hleypa hér um bil eingöngu karlkyns frambjóðendum að í þáttinn sinn og hafa þannig áhrif á kynjahlutfall á þingi heldur fer hann fram fyrir skjöldu og reynir að draga úr fylgi við kvenkyns frambjóðanda. Ekki er heldur hægt að skilja pistil Egils öðruvísi en sem hvatningu til karlmanna um að láta sig ofbeldismál engu varða - þetta er greinilega "kvennamál". [...] Ok Egill - við náum skilaboðunum. Það er þinn réttur að halda áfram á sömu braut að draga úr þeim sem berjast gegn ofbeldi og sem skilja út á hvað málið gengur. Mundu bara að þar með ertu ekki hlutlaus heldur búinn að taka afstöðu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband